Það gilda lög í stríði Brynhildur Bolladóttir skrifar 2. mars 2022 11:00 Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu. Fréttir eru sagðar af óbreyttum borgurum sem falla, að sprengjur hafi fallið á skóla eða leikskóla og að innviðir á borð við rafmagnslínur, vatnsleiðslur, vegi og internet séu eyðilagðir. Allt undantalið er verndað af alþjóðlegum mannúðarlögum, Genfarsamningunum og þremur viðbótarbókunum við þá, en Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari þeirra. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða þolendur stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur ötullega að því að minna yfirvöld, hermenn, uppreisnarmenn og aðra stríðandi aðila á Genfarsamningana, þ.e. þau lög sem gilda í stríði og þá sérstaklega á mikilvægi þess að vernda almenna borgara. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinn alþjóðlegs mannúðarréttar. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Rauða kross hreyfingin hefur einnig beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna allt frá árinu 1945. Hér má lesa grein Sveins Kristinssonar, formanns Rauða krossins á Íslandi, frá árinu 2019 um að íslensk stjórnvöld skrifi undir og fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki skrifað undir þennan samning. Ljóst er að mannúðarlög eru oft brotin í stríðsátökum – en þeim er líka mjög oft fylgt. Það þykir ekki fréttnæmt ef menningarverðmætum, skólum eða óbreyttum borgurum er þyrmt. Genfarsamningarnir ásamt hlutleysi sínu gera Rauða krossinum kleift að starfa á átakasvæðum, í Úkraínu sem og annars staðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Flóttamenn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu. Fréttir eru sagðar af óbreyttum borgurum sem falla, að sprengjur hafi fallið á skóla eða leikskóla og að innviðir á borð við rafmagnslínur, vatnsleiðslur, vegi og internet séu eyðilagðir. Allt undantalið er verndað af alþjóðlegum mannúðarlögum, Genfarsamningunum og þremur viðbótarbókunum við þá, en Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari þeirra. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða þolendur stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur ötullega að því að minna yfirvöld, hermenn, uppreisnarmenn og aðra stríðandi aðila á Genfarsamningana, þ.e. þau lög sem gilda í stríði og þá sérstaklega á mikilvægi þess að vernda almenna borgara. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinn alþjóðlegs mannúðarréttar. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Rauða kross hreyfingin hefur einnig beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna allt frá árinu 1945. Hér má lesa grein Sveins Kristinssonar, formanns Rauða krossins á Íslandi, frá árinu 2019 um að íslensk stjórnvöld skrifi undir og fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki skrifað undir þennan samning. Ljóst er að mannúðarlög eru oft brotin í stríðsátökum – en þeim er líka mjög oft fylgt. Það þykir ekki fréttnæmt ef menningarverðmætum, skólum eða óbreyttum borgurum er þyrmt. Genfarsamningarnir ásamt hlutleysi sínu gera Rauða krossinum kleift að starfa á átakasvæðum, í Úkraínu sem og annars staðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar