Úkraínumenn á Íslandi Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun