„Ég vil mæta þeim vangaveltum sem hafa verið í fjölmiðlum síðustu daga varðandi eignarhald mitt á Chelsea. Eins og ég hef sagt áður þá hef ég alltaf tekið ákvarðanir með hagsmuni félagsins fyrir brjósti. Í núverandi ástandi þá hef ég því ákveðið að ég muni selja félagið, þar sem ég tel það í bestu hagsmunum fyrir Chelsea, stuðningsmenn, starfsfólk og styrktaraðila félagsins,“ segir Roman Abramovich í tilkynningu Chelsea.
Sala félagsins mun ekki fara fram í flýti né mun Abramovich biðja um að persónuleg lán hans til Chelsea verði endurgreidd. Sérstakur góðgerðarsjóður verður settur á lagnirnar og mun allur ágóði sölunnar renna til góðgerðarsjóðsins sem mun vera notaður til stuðnings allra fórnarlamba stríðsins í Úkraínu.
„Þetta hefur verið afar erfið ákvörðun fyrir mig og það er erfitt fyrir mig að yfirgefa félagið með þessum hætti. Hins vegar tel ég þetta vera rétta ákvörðun fyrir félagið,“ er haft eftir Abramovich.