Innlent

Dæmd fyrir að stela frá heimilis­mönnum á hjúkrunar­heimili

Atli Ísleifsson skrifar
Konan hlaut fimm mánaða dóm, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi konan almennt skilorð í tvö ár.
Konan hlaut fimm mánaða dóm, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot gagnvart heimilismönnum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík þar sem hún var starfsmaður.

Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi konan almennt skilorð í tvö ár.

Í ákæru kom fram að konan hafi meðal annars stolið ítrekað stolið fjármunum úr herbergjum heimilismanna. Einnig hafi hún stolið greiðslukortum frá einum heimilismanni og notað kortin í fjórgang til að taka út alls 250 þúsund krónur úr bönkum.

Hún var jafnframt sakfelld fyrir þjófnað og skjalabrot með því að hafa stolið skráningarnúmerum af bílum í eigu bílaleigu og sett á annan bíl sem hún ók.

Konan játaði brotin skýlaust og var það metið til refsimildunar að konan hafi sýnt samvinnu við rannsókn málsins og hafi til að mynda heimilað leit á eigin heimili.

Í dómnum kemur fram að konan hafi áður gengist undir sektarrefsingu með lögreglustjórasátt í maí 2019 fyrir fjársvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×