Garðabær í fremstu röð Björg Fenger skrifar 3. mars 2022 11:00 Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Björg Fenger Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun