Skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 3. mars 2022 13:32 Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar