Störfum stolið og stjórnvöld ráðþrota Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 3. mars 2022 16:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun