Samkeppni um góðar hugmyndir Þórdís Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2022 09:30 Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar