Samkeppni um góðar hugmyndir Þórdís Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2022 09:30 Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Þórdís Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Krafa um átakaleysi er krafa um stöðnun. Ég trúi því að hafi fólk á annað borð áhuga á lífinu, fólkinu í kringum sig og því að láta gott af sér leiða, hafi það áhuga á pólitík. Mér finnst mikið heilbrigðismerki að merkja almennan og vaxandi áhuga á stjórnmálum. Það er merki um að almenningur telji sig geta haft áhrif á samfélag sitt og látið í sér heyra. Það er hollt að heyra ólíkar raddir og fá ólíkt fólk til áhrifa. Það að við skiptumst á skoðunum og gagrýnum í stjórnmálum eru nauðsynleg forsenda þess að við skerpum á hugmyndum okkar og leiðum til að gera betur í þágu flokks okkar og samfélags. Prófkjör í flokkum hafa oft verið gagnrýnd fyrir að skapa samkeppni á milli fólks innan flokka og þar með ýta undir átök en tilgangur þeirra er að draga úr samloðun innan stjórnmálaflokka og færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Lýðræði okkar byggir á samskiptum ólíks fólks og valddreifingu, slíkt verður ekki til í gamansömum hópi stórskemmtilegra vina heldur með rökræðum og hugmyndafræðilegum átökum. Góðar ákvarðanir í þágu frelsis einstaklinga, svo sem í þágu kvenna, samkynhneigðra og einkaframtaks hafa ekki verið teknar í þögn heldur kostuðu þær átök og aðkomu almennings sem svo leiddu til góðra lausna fyrir samfélagið allt. Þegar doðinn færist yfir stjórnmálin og áhugaleysi almennings á þeim dofnar er hætta á ferðum, því það er vísbending um að fólk hafi ekki trú á að það geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem sitja við völd. Vinnum að festu að framgangi stefnu Viðreisnar Nú vil ég líka útskýra að þegar ég tala um átök er ég ekki að tala um rifrildi, særindi og óheilindi heldur kröftug heilbrigð skoðanaskipti og samkeppni um hugmyndir sem ég tel nauðsynleg til umbóta. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Ég er þakklát fyrir að finna fyrir vaxandi áhuga í samfélaginu á stjórnmálum og ég er ekki síst þakklát fyrir stjórnmálaafl eins og Viðreisn. Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Stefna Viðreisnar á ekki að vera falleg orð á blaði heldur þarf að vinna að henni af festu og með skoðanaskiptum. Ég treysti því góða fólki sem ég hef kynnst í flokknum til að vera vakandi fyrir því. Ég vil fá að þakka þær góðu móttökur sem ég fundið frá flokksfólki Viðreisnar. Í Viðreisn er stórkostleg orka, áhugavert og skemmtileg fólk og það sem meira er – ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Hér inni ríkir virðing og umburðarlyndi og þannig flokki vil ég tilheyra. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af áhuga og hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólks eins og þeim er ætlað. Ég tel mig hafa alla burði til þess að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin en treysti flokksfélögum til að velja á milli góðra frambjóðanda. Höfundur býður sig fram í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar