Íslenskir ólígarkar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 5. mars 2022 11:01 Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar