Leiðtogi sem lætur hlutina gerast Ólafur Nielsen skrifar 4. mars 2022 17:31 Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er í örum vexti og bærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Bærinn sem áður var uppnefndur svefnbær er nú iðandi af mannlífi, bæjarbúar geta valið úr frábærum veitinga- og kaffihúsum og það er almennt meira um huggulegheit og meira að gerast í bænum. En það eru áskoranir tengdar vextinum og það eru veigamikil verkefni tengd skipulagsmálum, samgöngum og umhverfismálum sem við þurfum að takast á við næstu árin. Góð þjónusta hefur verið eitt af aðalsmerkjum Garðabæjar en við þurfum að halda þjónustustiginu háu á sama tíma og sveitarfélagið stækkar og bæjarbúum fjölgar. Það er ekki nóg að skipuleggja byggðina, tryggja fjármögnun verkefna og halla sér svo aftur í stólnum og bíða eftir að hlutirnir gerist – við þurfum sem aldrei fyrr að vera á tánum og fylgja málum fast eftir. Það sem Garðabær þarf núna er leiðtogi með sterka framtíðarsýn sem lætur hlutina gerast. Leiðtoga sem rífur upp símann þegar íbúagötur eru ófærar vegna snjókomu. Leiðtoga sem sest niður með starfsfólki og stjórnendum og finnur lausnir á mönnunarvanda. Leiðtoga sem sættir sig ekki við að bregðast væntingum bæjarbúa. Leiðtoga sem fer út á örkina, hlustar á raddir, leitar lausna og leiðir mál til lykta. Þessum leiðtoga kynntist ég í Áslaugu Huldu þegar ég kom fyrst að starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir 17 árum síðan. Hún er manneskjan sem lætur fólki finnast það velkomið í hópinn, er hvetjandi, jákvæð og hefur einstakt lag á að draga fram styrkleika fólks og láta hlutina gerast. Á morgun kjósum við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er sá fyrirliði sem ég trúi að geti farið fyrir samhentum hóp sem saman skrifar áhugaverðan næsta kafla í þróun Garðabæjar. Þess vegna set ég Áslaugu Huldu í 1. sæti í prófkjörinu á morgun. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrv. formaður SUS
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun