Leiðtogi framtíðarinnar í borginni Jensína Edda Hermannsdóttir skrifar 5. mars 2022 08:31 Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar