Áminning um auðlindir Erna Mist skrifar 7. mars 2022 15:01 Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? Manstu hvernig heimurinn leit út áður en þú skiptir glugganum út fyrir skjá? Manstu hvað þér þótti verðugt áður en læktakkinn varð viðurkenningarmælikvarði? Manstu hver gildin þín voru áður en pólitískur rétttrúnaður varð að siðferðilegu öryggisneti? Manstu hvað þú gerðir þegar þú hafðir ekkert að gera? Áður en tækið í vasanum breytti frítíma þínum í skjátíma og þú neyddist til að upplifa eigin tilveru? Manstu hvað þú fílaðir áður en algóritminn útbjó þér uppskrift? Manstu hvert þú beindir athyglinni áður en hún var uppskorin, framseld og gerð að einni verðmætustu auðlind nútímans? Manstu eftir kynorkunni sem dreif þig út á lífið áður en myndböndin á netinu deyfðu hana niður? Manstu eftir umheiminum áður en fréttirnar sögðu þér að hræðast hann? Manstu eftir líkamanum áður en kyrrsetan breytti honum í búr? Manstu eftir orðunum áður en stafrænar táknmyndir á borð við broskalla og hjörtu komu í stað setninga, hugmynda og hugrenninga? Manstu hvernig samræðurnar víkkuðu í okkur mannskilninginn áður en myndir og hlekkir komu í stað raunverulegra tjáskipta? Manstu hver þú ert og hver þú varst og hver þig langar að vera? Því um leið og maður hættir að svara þessari spurningu er einhver annar tilbúinn að svara fyrir mann. Það er alltaf einhver auglýsing, eitthvert trend, frétt, þáttur eða hlaðvarp tilbúið að segja manni hvað maður á að vera að hugsa um, og þess vegna er ein helsta áskorun nútímamannsins að beita athyglinni inn á við. Sjálfsstjórn birtist í mörgum myndum. Að hafa stjórn á eigin skapi ber vott um þroska. Að hafa stjórn á eigin líkama ber vott um heilsu. Að hafa stjórn á eigin neyslu ber vott um andlegt jafnvægi. Að hafa stjórn á eigin tíma ber vott um farsæld. En sá sem hefur stjórn á eigin athygli - hann er raunverulega frjáls. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Kynlíf Heilsa Íslensk tunga Erna Mist Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? Manstu hvernig heimurinn leit út áður en þú skiptir glugganum út fyrir skjá? Manstu hvað þér þótti verðugt áður en læktakkinn varð viðurkenningarmælikvarði? Manstu hver gildin þín voru áður en pólitískur rétttrúnaður varð að siðferðilegu öryggisneti? Manstu hvað þú gerðir þegar þú hafðir ekkert að gera? Áður en tækið í vasanum breytti frítíma þínum í skjátíma og þú neyddist til að upplifa eigin tilveru? Manstu hvað þú fílaðir áður en algóritminn útbjó þér uppskrift? Manstu hvert þú beindir athyglinni áður en hún var uppskorin, framseld og gerð að einni verðmætustu auðlind nútímans? Manstu eftir kynorkunni sem dreif þig út á lífið áður en myndböndin á netinu deyfðu hana niður? Manstu eftir umheiminum áður en fréttirnar sögðu þér að hræðast hann? Manstu eftir líkamanum áður en kyrrsetan breytti honum í búr? Manstu eftir orðunum áður en stafrænar táknmyndir á borð við broskalla og hjörtu komu í stað setninga, hugmynda og hugrenninga? Manstu hvernig samræðurnar víkkuðu í okkur mannskilninginn áður en myndir og hlekkir komu í stað raunverulegra tjáskipta? Manstu hver þú ert og hver þú varst og hver þig langar að vera? Því um leið og maður hættir að svara þessari spurningu er einhver annar tilbúinn að svara fyrir mann. Það er alltaf einhver auglýsing, eitthvert trend, frétt, þáttur eða hlaðvarp tilbúið að segja manni hvað maður á að vera að hugsa um, og þess vegna er ein helsta áskorun nútímamannsins að beita athyglinni inn á við. Sjálfsstjórn birtist í mörgum myndum. Að hafa stjórn á eigin skapi ber vott um þroska. Að hafa stjórn á eigin líkama ber vott um heilsu. Að hafa stjórn á eigin neyslu ber vott um andlegt jafnvægi. Að hafa stjórn á eigin tíma ber vott um farsæld. En sá sem hefur stjórn á eigin athygli - hann er raunverulega frjáls. Höfundur er listmálari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar