Kaldar kveðjur til borgarbúa Baldur Borgþórsson skrifar 8. mars 2022 14:30 Borgarbúar og í raun þorri íbúa á höfuðborgarsvæðinu fengu heldur kaldar kveðjur nýverið. Birt voru áform um nýja gjaldtöku á þá sem hyggjast nota bílinn sinn á komandi árum og kynntar voru hugmyndir um gjald upp á allt að kr. 675 fyrir hverja ferð sem ekið er um lykilgatnamót borgarinnar. Stefnt er að því að gjaldtakan hefjist þegar á þessu ári. Þetta þýðir sem dæmi: Í hvert sinn sem íbúar aka um gatnamót Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegar/Miklubrautar er rukkað gjald upp á allt að kr.675 Kostnaður getur því hæglega numið hálfri milljón eða meiru á ári samkvæmt þessu. Gjaldið hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Vegatollur Tafargjald Flýtigjald Að endingu hefur starfshópur um borgarlínu komist að niðurstöðu um að nafnið skuli vera flýtigjald. Það hljómar jú svo jákvætt. Raunin er reyndar sú að það er ekkert jákvætt við flýtigjald. Flýtigjaldið er nefnilega alls ekki neitt flýti. Það er refsiskattur og þvingunartæki sem mun kosta borgarbúa stórfé árlega. Refsiskattur sem beint er gegn fólki og fjölskyldum sem vilja gjarnan njóta þeirra lífsgæða sem bíllinn sannarlega er og hátt í 90% borgarbúa kjósa að njóta. Í hvaða tilgangi er verið að vega með svo grófum hætti að valfrelsi borgarbúa? Svarið er einfalt: Borgarlína Talsmenn borgarlínu gera sér fulla grein fyrir að bíllinn muni áfram verða vinsælasti kostur borgarbúa. Við það á ekki að una. Því á að grípa til þvingunaraðgerða og þeim gefið nafnið flýtigjald. Stór hluti borgarbúa mun því mögulega missa fjárhagslega getu til að eiga bíl og njóta þeirra lífsgæða og frelsis sem því fylgir en eiga þó eitt svar. Öflugt svar. Að kjósa það fólk sem skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að leiða nýjan meirihluta í borgarstjórnarkosningum þann 14.maí næstkomandi. Fólk sem hafnar hverskyns þvingunum og forræðishyggju. Fólk sem ætlar að leyfa borgarbúum sjálfum að velja það sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu best hverju sinni. Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 18.-19. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarlína Samgöngur Vegtollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Borgarbúar og í raun þorri íbúa á höfuðborgarsvæðinu fengu heldur kaldar kveðjur nýverið. Birt voru áform um nýja gjaldtöku á þá sem hyggjast nota bílinn sinn á komandi árum og kynntar voru hugmyndir um gjald upp á allt að kr. 675 fyrir hverja ferð sem ekið er um lykilgatnamót borgarinnar. Stefnt er að því að gjaldtakan hefjist þegar á þessu ári. Þetta þýðir sem dæmi: Í hvert sinn sem íbúar aka um gatnamót Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegar/Miklubrautar er rukkað gjald upp á allt að kr.675 Kostnaður getur því hæglega numið hálfri milljón eða meiru á ári samkvæmt þessu. Gjaldið hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Vegatollur Tafargjald Flýtigjald Að endingu hefur starfshópur um borgarlínu komist að niðurstöðu um að nafnið skuli vera flýtigjald. Það hljómar jú svo jákvætt. Raunin er reyndar sú að það er ekkert jákvætt við flýtigjald. Flýtigjaldið er nefnilega alls ekki neitt flýti. Það er refsiskattur og þvingunartæki sem mun kosta borgarbúa stórfé árlega. Refsiskattur sem beint er gegn fólki og fjölskyldum sem vilja gjarnan njóta þeirra lífsgæða sem bíllinn sannarlega er og hátt í 90% borgarbúa kjósa að njóta. Í hvaða tilgangi er verið að vega með svo grófum hætti að valfrelsi borgarbúa? Svarið er einfalt: Borgarlína Talsmenn borgarlínu gera sér fulla grein fyrir að bíllinn muni áfram verða vinsælasti kostur borgarbúa. Við það á ekki að una. Því á að grípa til þvingunaraðgerða og þeim gefið nafnið flýtigjald. Stór hluti borgarbúa mun því mögulega missa fjárhagslega getu til að eiga bíl og njóta þeirra lífsgæða og frelsis sem því fylgir en eiga þó eitt svar. Öflugt svar. Að kjósa það fólk sem skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að leiða nýjan meirihluta í borgarstjórnarkosningum þann 14.maí næstkomandi. Fólk sem hafnar hverskyns þvingunum og forræðishyggju. Fólk sem ætlar að leyfa borgarbúum sjálfum að velja það sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu best hverju sinni. Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 18.-19. mars næstkomandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun