Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 12:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í gær var skýrsla um orkumál kynnt á blaðamannafundi þar sem fram kom að þörf væri á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshóps sem vann skýrsluna sagði í kvöldfréttum í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands fram til ársins 2040 þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári í þennan tíma. Þingmaður Pírata gagnrýnir þetta. „Þarna eru teiknaðar upp sviðsmyndir og mér finnst næstum óábyrgt hvernig formaður nefndarinnar talar eins og ítrasta sviðsmyndin sé það sem helst þurfi að keyra á. Að það þurfi allavegana hundrað megawattavirkjanir á hverju ári sem eru tvær Kárahnjúkavirkjanir á hverjum tíu árum. Þetta er rosalegt magn sem hann talar fyrir á meðan það er ein sviðsmynd sem segir berum orðum að orkuskipti séu möguleg án þess að auka nokkuð raforkuvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Gagnrýnir aðstöðumun Hann hefði viljað sjá hlutlægara mat á stöðunni og telur hægt að ná markmiðinu um orkuskipti án þess að virkja nokkuð. „Þarna er sviðsmynd frá Landvernd sem segir að þetta sé hægt án þess að virkja, en þau skoða hana mjög lítið vegna þess að Landvernd og náttúruverndarsamtökin eru ekki með sama bolmagn og Samorka t.d. sem leggur fram fullreiknaðar sviðsmyndir. Þessi frjálsu félagasamtök leggja bara inn hugmyndir að því hvernig væri hægt að teikna upp svona sviðsmynd. Mér hefði þótt eðlilegt til að jafna aðstöðumun aðilana. Að nefndin sem vann grænbókina hefði lagt mannskap í að reikna þá sviðsmynd út svo að hún stæði jafnfætis öðrum sem tekið var tillit til.“ Heldur þú að það sé pólitísk samstaða um virkjanir? „Varla. Þau í skýrslunni tala lítið um náttúruvernd og gildi hennar fyrir samfélagið og hagkerfið. Það er lítið tekið inn í sviðsmyndirnar pælingar um breyttar neysluvenjur og breytingar á ferðavenjum. Þetta eru allt stór pólitísk atriði sem skipta miklu máli varðandi baráttuna gegn loftslagsbreytingum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Píratar Tengdar fréttir „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Bein útsending: Ný skýrsla kynnt um stöðu og áskoranir í orkumálum Í byrjun árs skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þriggja manna starfshóp sem fékk það verkefni að vinna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálunum með sérstakri vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum. 8. mars 2022 13:16