Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 82-105| Öll úrslit dagsins Fjölni í hag Andri Már Eggertsson skrifar 9. mars 2022 23:30 vísir/vilhelm Fjölnir vann sannfærandi sigur á Keflavík 82-105. Með sigrinum styrkti Fjölnir stöðu sína á toppnum og ekki skemmdi það fyrir að bæði Njarðvík og Valur misstigu sig. Fjölnir átti skínandi seinni hálfleik sem endaði með tuttugu og þriggja stiga sigri. Leikurinn byrjaði á tæplega tíu mínútna seinkun en þegar flautað var loks til leiks byrjuðu gestirnir á að gera tvær körfur í röð. Fyrri hálfleikur spilaðist eins í nánast tuttugu mínútur. Keflavík tókst ítrekað að saxa forskot Fjölnis niður með stuttum áhlaupum en Fjölnir átti alltaf svar þegar Keflavík tók sínar rispur. Keflavík byrjaði annan leikhluta ekki sannfærandi. Heimakonur voru að klikka á auðveldum skotum og tapa boltanum klaufalega. Sanja Orozovic og Aliyah Daija Mazyck drógu vagninn fyrir Fjölni. Þær skoruðu samanlagt 34 stig í fyrri hálfleik sem var aðeins tíu stigum minna en allt lið Keflavíkur. Fjölnir var fjórum stigum yfir í hálfleik 44-48. Það var orðið ljóst í hálfleik að önnur úrslit voru afar hagstæð fyrir Fjölni þar sem bæði Valur og Njarðvík töpuðu sínum leikjum. Úrslit sem ættu að setja blóð á tennur Fjölnis sem er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn. Eftir góðan fyrri hálfleik voru Sanja Orozovic og Aliyah Daija Mazyck ekkert á því að slaka á heldur gerðu þær fyrstu tíu stig Fjölnis í seinni hálfleik. Það gekk nánast allt upp í sóknarleik Fjölnis í þriðja leikhluta sem skilaði gestunum frá Grafarvogi nítján stigum á tæplega fimm mínútum. Fjölnir var ekkert á því að slaka á í fjórða leikhluta. Fyrstu þrjár sóknir Fjölnis voru tvær þriggja stiga körfur og sniðskot sem endaði með vítaskoti sem Emma Sóldís hitti úr. Fjölnir vann á endanum 23 stiga útisigur 82-105. Af hverju vann Fjölnir? Seinni hálfleikur Fjölnis var frábær. Sóknarleikur Fjölnis var góður allan leikinn en vörnin small í seinni hálfleik og þá var engin spurning hvar sigurinn myndi enda. Hverjar stóðu upp úr? Sanja Orozovic og Aliyah Daija Mazyck fóru á kostum í kvöld. Aliyah var stigahæst á vellinum með 35 stig. Sanja gerði 27 stig og tók 11 fráköst. Daniela Wallen Morillo var atkvæðamest hjá Keflavík með 22 stig og 13 fráköst. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur Keflavíkur virkaði mjög andlaus. Heimakonur réðu ekkert við sóknarleik Fjölnis sem endaði með að Fjölnir gerði 17 stig á fyrstu fimm mínútunum í síðari hálfleik og þá var dagskránni einfaldlega lokið. Hvað gerist næst? Á laugardaginn er risaleikur þar sem Fjölnir fær Hauka í heimsókn klukkan 16:00. Næsta sunnudag eigast við Grindavík og Keflavík í HS Orku-höllinni. Jón Halldór: Tek ekkert út úr þessum leik Jón Halldór var svekktur eftir leikVísir/Bára Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur með seinni hálfleik Keflavíkur í tapi gegn Fjölni. „Mér fannst sóknin góð í fyrri hálfleik en þá var vörnin léleg. Í þriðja leikhluta spiluðum við skelfilega vörn og hef ég einfaldlega ekki séð svona lélega vörn,“ sagði Jón Halldór eftir leik og hélt áfram. „Við vorum of linar, Aliyah er góður leikmaður en hún labbaði fram hjá okkur þegar hentaði og við gerðum ekkert til að stöðva hana og okkur var skítsama í seinni hálfleik.“ Jón Halldór var afar ósáttur með spilamennsku Keflavíkur og sagðist ekki ætla að taka neitt út úr leiknum. „Ég get ekki tekið neitt út úr þessum leik. Við eigum fjóra leiki eftir, við erum ekki að fara í úrslitakeppnina en við verðum að taka ákvörðun sem lið hvort við ætlum að láta valta yfir okkur í næstu leikjum eða fara í hvern einasta leik til að vinna sem ég hef gert sem þjálfari í tuttugu ár,“ sagði Jón Halldór að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir
Fjölnir vann sannfærandi sigur á Keflavík 82-105. Með sigrinum styrkti Fjölnir stöðu sína á toppnum og ekki skemmdi það fyrir að bæði Njarðvík og Valur misstigu sig. Fjölnir átti skínandi seinni hálfleik sem endaði með tuttugu og þriggja stiga sigri. Leikurinn byrjaði á tæplega tíu mínútna seinkun en þegar flautað var loks til leiks byrjuðu gestirnir á að gera tvær körfur í röð. Fyrri hálfleikur spilaðist eins í nánast tuttugu mínútur. Keflavík tókst ítrekað að saxa forskot Fjölnis niður með stuttum áhlaupum en Fjölnir átti alltaf svar þegar Keflavík tók sínar rispur. Keflavík byrjaði annan leikhluta ekki sannfærandi. Heimakonur voru að klikka á auðveldum skotum og tapa boltanum klaufalega. Sanja Orozovic og Aliyah Daija Mazyck drógu vagninn fyrir Fjölni. Þær skoruðu samanlagt 34 stig í fyrri hálfleik sem var aðeins tíu stigum minna en allt lið Keflavíkur. Fjölnir var fjórum stigum yfir í hálfleik 44-48. Það var orðið ljóst í hálfleik að önnur úrslit voru afar hagstæð fyrir Fjölni þar sem bæði Valur og Njarðvík töpuðu sínum leikjum. Úrslit sem ættu að setja blóð á tennur Fjölnis sem er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn. Eftir góðan fyrri hálfleik voru Sanja Orozovic og Aliyah Daija Mazyck ekkert á því að slaka á heldur gerðu þær fyrstu tíu stig Fjölnis í seinni hálfleik. Það gekk nánast allt upp í sóknarleik Fjölnis í þriðja leikhluta sem skilaði gestunum frá Grafarvogi nítján stigum á tæplega fimm mínútum. Fjölnir var ekkert á því að slaka á í fjórða leikhluta. Fyrstu þrjár sóknir Fjölnis voru tvær þriggja stiga körfur og sniðskot sem endaði með vítaskoti sem Emma Sóldís hitti úr. Fjölnir vann á endanum 23 stiga útisigur 82-105. Af hverju vann Fjölnir? Seinni hálfleikur Fjölnis var frábær. Sóknarleikur Fjölnis var góður allan leikinn en vörnin small í seinni hálfleik og þá var engin spurning hvar sigurinn myndi enda. Hverjar stóðu upp úr? Sanja Orozovic og Aliyah Daija Mazyck fóru á kostum í kvöld. Aliyah var stigahæst á vellinum með 35 stig. Sanja gerði 27 stig og tók 11 fráköst. Daniela Wallen Morillo var atkvæðamest hjá Keflavík með 22 stig og 13 fráköst. Hvað gekk illa? Seinni hálfleikur Keflavíkur virkaði mjög andlaus. Heimakonur réðu ekkert við sóknarleik Fjölnis sem endaði með að Fjölnir gerði 17 stig á fyrstu fimm mínútunum í síðari hálfleik og þá var dagskránni einfaldlega lokið. Hvað gerist næst? Á laugardaginn er risaleikur þar sem Fjölnir fær Hauka í heimsókn klukkan 16:00. Næsta sunnudag eigast við Grindavík og Keflavík í HS Orku-höllinni. Jón Halldór: Tek ekkert út úr þessum leik Jón Halldór var svekktur eftir leikVísir/Bára Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur með seinni hálfleik Keflavíkur í tapi gegn Fjölni. „Mér fannst sóknin góð í fyrri hálfleik en þá var vörnin léleg. Í þriðja leikhluta spiluðum við skelfilega vörn og hef ég einfaldlega ekki séð svona lélega vörn,“ sagði Jón Halldór eftir leik og hélt áfram. „Við vorum of linar, Aliyah er góður leikmaður en hún labbaði fram hjá okkur þegar hentaði og við gerðum ekkert til að stöðva hana og okkur var skítsama í seinni hálfleik.“ Jón Halldór var afar ósáttur með spilamennsku Keflavíkur og sagðist ekki ætla að taka neitt út úr leiknum. „Ég get ekki tekið neitt út úr þessum leik. Við eigum fjóra leiki eftir, við erum ekki að fara í úrslitakeppnina en við verðum að taka ákvörðun sem lið hvort við ætlum að láta valta yfir okkur í næstu leikjum eða fara í hvern einasta leik til að vinna sem ég hef gert sem þjálfari í tuttugu ár,“ sagði Jón Halldór að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti