Baldvin hljóp sig inn á HM þegar hann setti Íslandsmet í 3.000 metra hlapi í febrúar á 7:47,51 mínútum og Guðbjörg bætti sömuleiðis Íslandsmetið í 60 metra hlaupi í janúar þegar hún hljóp á 7,43 sekúndum.
Mótið í Belgrad verður stjörnum prýtt og því fagnað að samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins heyra smám saman sögunni til.
HM innanhúss hefur ekki farið fram síðan árið 2018 en þá var Aníta Hinriksdóttir eini keppandi Íslands. Ísland átti síðast tvo fulltrúa á mótinu í Sopot í Póllandi árið 2014.