Lækkum fasteignagjöld tafarlaust Þórður Gunnarsson skrifar 9. mars 2022 15:30 Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Síðarnefnda vandamálið stafar af mestu af lóðaskorti sem lengi hefur verið rætt og ritað um. Hætt er við því að nokkurn tíma muni taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda ef ekki er brugðist fljótt við. Há skattheimta á atvinnuhúsnæði er hins vegar vandamál sem hægt er að leysa með einu pennastriki á skömmum tíma. Skattheimta á atvinnuhúsnæði hefur aukist hratt í Reykjavík á undanförnum árum. Á árabilinu 2013 til 2018 hækkaði fasteignamat í Reykjavík um tæplega 50%. Á árinu 2018 breytti Þjóðskrá aðferðafræði sinni við vinnslu fasteignamats sem olli því að fasteignir voru metnar nær markaðsvirði. Matsbreytingin orsakaði tæplega 13% hækkun fasteignamats á einu bretti. Allir vita svo hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast á allra síðustu árum. Ætla má að innheimt fasteignagjöld Reykjavíkurborgar á árinu 2021 muni höggva nærri 21 milljarði króna. Sé litið til ársreiknings Reykjavíkur frá árinu 2013 má sjá að innheimt fasteignagjöld munu þá hafa aukist um tæp 54% að raunvirði í valdatíð núverandi meirihluta. Hér er ekki um neitt annað að ræða en hreina skattahækkun. Umræðan um hærri skattbyrði á atvinnuhúsnæði fór aldrei fram. Engin ákvörðun var tekin um þessa tilteknu skattahækkun. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar vanrækt að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda til samræmis við hækkandi fasteignamat. Önnur sveitarfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjabær hafa öll lækkað álagningarprósentu fyrir yfirstandandi ár til samræmis við hækkandi fasteignamat og eru öll með lægri álagningarprósentu en höfuðborgin. Reykjavík lækkaði álagningarprósentu atvinnuhúsnæðis lítillega úr hinu 1,65% lögbundna hámarki í 1,6% fyrir ríflega ári síðan. En betur má ef duga skal. Rétt væri að stefna að því í fyrsta kastið að lækka álagningarprósentuna niður í 1,2 til 1,3% til að byrja svo Reykjavík bjóði upp á samkeppnishæfasta rekstrarumhverfið á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir eru jafnan hærra metnar í Reykjavík en annars staðar og því er eðlilegt að álagningarprósenta fasteignagjalda sé lægri þar en annars staðar. Til frambúðar ætti svo að gæta að því að álagning fasteignagjalda haldist stöðug að raunvirði, atvinnulífi Reykjavíkur til framdráttar. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Síðarnefnda vandamálið stafar af mestu af lóðaskorti sem lengi hefur verið rætt og ritað um. Hætt er við því að nokkurn tíma muni taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda ef ekki er brugðist fljótt við. Há skattheimta á atvinnuhúsnæði er hins vegar vandamál sem hægt er að leysa með einu pennastriki á skömmum tíma. Skattheimta á atvinnuhúsnæði hefur aukist hratt í Reykjavík á undanförnum árum. Á árabilinu 2013 til 2018 hækkaði fasteignamat í Reykjavík um tæplega 50%. Á árinu 2018 breytti Þjóðskrá aðferðafræði sinni við vinnslu fasteignamats sem olli því að fasteignir voru metnar nær markaðsvirði. Matsbreytingin orsakaði tæplega 13% hækkun fasteignamats á einu bretti. Allir vita svo hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast á allra síðustu árum. Ætla má að innheimt fasteignagjöld Reykjavíkurborgar á árinu 2021 muni höggva nærri 21 milljarði króna. Sé litið til ársreiknings Reykjavíkur frá árinu 2013 má sjá að innheimt fasteignagjöld munu þá hafa aukist um tæp 54% að raunvirði í valdatíð núverandi meirihluta. Hér er ekki um neitt annað að ræða en hreina skattahækkun. Umræðan um hærri skattbyrði á atvinnuhúsnæði fór aldrei fram. Engin ákvörðun var tekin um þessa tilteknu skattahækkun. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar vanrækt að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda til samræmis við hækkandi fasteignamat. Önnur sveitarfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjabær hafa öll lækkað álagningarprósentu fyrir yfirstandandi ár til samræmis við hækkandi fasteignamat og eru öll með lægri álagningarprósentu en höfuðborgin. Reykjavík lækkaði álagningarprósentu atvinnuhúsnæðis lítillega úr hinu 1,65% lögbundna hámarki í 1,6% fyrir ríflega ári síðan. En betur má ef duga skal. Rétt væri að stefna að því í fyrsta kastið að lækka álagningarprósentuna niður í 1,2 til 1,3% til að byrja svo Reykjavík bjóði upp á samkeppnishæfasta rekstrarumhverfið á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir eru jafnan hærra metnar í Reykjavík en annars staðar og því er eðlilegt að álagningarprósenta fasteignagjalda sé lægri þar en annars staðar. Til frambúðar ætti svo að gæta að því að álagning fasteignagjalda haldist stöðug að raunvirði, atvinnulífi Reykjavíkur til framdráttar. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun