Vændi - framboð og eftirspurn Eva Dís Þórðardóttir skrifar 9. mars 2022 19:01 Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Vændi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution).
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun