Stúdentalýðræðið á stríðstímum Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 10. mars 2022 08:01 Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta).
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar