Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 07:41 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent