Þjóðarleikvanga á nýja staði Friðjón R. Friðjónsson skrifar 14. mars 2022 07:31 Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Laugardalsvöllur Reykjavík Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Friðjón Friðjónsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi. En borgarstjóri hefur ýtt málinu á undan sér og á sama tíma komist upp með að vanrækja íþróttaaðstöðu Þróttar og Ármanns, sem eru núna með gríðarlega umfangsmikið barnastarf sem mun aukast enn meira með ákvörðun um að Vogabyggð verði á félagssvæði Þróttar. Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum. Ríkið hefur samþykkt að vera með í fjármögnun leikvanganna. Aftur á móti strandar þetta allt á því að borgin taki ákvörðun um hver aðkoma hennar eigi að vera. Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum. Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka. Að auki verða til tækifæri við að tengja við nýja leikvanga annars konar atvinnustarfsemi sem ekki er hægt að koma við í Laugardal. Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur. Ef við viljum að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni, þá þarf borgarstjórn að spýta í lófa og sýna að henni er alvara. Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar