Katrín Tanja um nýja tíma: Ógnvekjandi að breyta þjálfuninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Katrín Tanja Daviðsdóttir með nýja þjálfara sínum Jami Tikkanen. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er að fara í gegnum stórar breytingar hjá sér og er ekki mikið að horfa á það að frammistaða hennar á The Open hefur ekki verið nálægt þeim bestu. Hún ætlar ekki að uppskera í mars heldur í haust þegar heimsleikarnir fara fram. Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira