Akkurat núna Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 08:00 Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun