Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. mars 2022 07:01 Willum segist meðvitaður um vandamál HSS. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina:
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent