Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 07:42 Lagt var fyrir Hörpu að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við miðakaup og eyða slíkum gögnum sem þegar höfðu safnast. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða. Á síðu Persónuverndar segir að um hafi verið að ræða kvörtun yfir vinnslu sem átti sér stað áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar barst hingað til lands og þar með áður en settar voru reglur sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Í úrlausn sinni komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið nauðsynlegt að safna upplýsingum um kennitölur og fæðingardag kvartanda í þeim tilgangi að afhenda honum miða. Hægt hefði verið að efna samning um kaupin án þess að til þess kæmi. „Vinnslan hefði þannig ekki farið fram á grundvelli vinnsluheimildar og ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæti, sanngirni, gagnsæi og lágmörkun gagna. Vinnslan hefði jafnframt brotið gegn sérákvæði laganna um að notkun kennitölu sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Lagt var fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við kaup einstaklinga á aðgöngumiðum á viðburði á vegum fyrirtækisins, og eyða fyrirliggjandi upplýsingum um kennitölur og fæðingardaga einstaklinga sem safnað hefði verið í þeim tilgangi að auðkenna þá við afhendingu seldra aðgöngumiða. Stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.000.000 krónur var lögð á Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Við ákvörðun um fjárhæð sektarinnar hafði það m.a. áhrif til lækkunar að Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. var ekki unnt að breyta framkvæmdinni eftir að settar voru reglur vegna sóttvarna, sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Þá varð ekki annað séð en að upplýsingunum hefði verið safnað í góðri trú um að vinnslan væri lögmæt,“ segir á vef Persónuverndar. Harpa Persónuvernd Neytendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Á síðu Persónuverndar segir að um hafi verið að ræða kvörtun yfir vinnslu sem átti sér stað áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar barst hingað til lands og þar með áður en settar voru reglur sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Í úrlausn sinni komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið nauðsynlegt að safna upplýsingum um kennitölur og fæðingardag kvartanda í þeim tilgangi að afhenda honum miða. Hægt hefði verið að efna samning um kaupin án þess að til þess kæmi. „Vinnslan hefði þannig ekki farið fram á grundvelli vinnsluheimildar og ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæti, sanngirni, gagnsæi og lágmörkun gagna. Vinnslan hefði jafnframt brotið gegn sérákvæði laganna um að notkun kennitölu sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Lagt var fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við kaup einstaklinga á aðgöngumiðum á viðburði á vegum fyrirtækisins, og eyða fyrirliggjandi upplýsingum um kennitölur og fæðingardaga einstaklinga sem safnað hefði verið í þeim tilgangi að auðkenna þá við afhendingu seldra aðgöngumiða. Stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.000.000 krónur var lögð á Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Við ákvörðun um fjárhæð sektarinnar hafði það m.a. áhrif til lækkunar að Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. var ekki unnt að breyta framkvæmdinni eftir að settar voru reglur vegna sóttvarna, sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Þá varð ekki annað séð en að upplýsingunum hefði verið safnað í góðri trú um að vinnslan væri lögmæt,“ segir á vef Persónuverndar.
Harpa Persónuvernd Neytendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira