Gjaldmiðlar kynjanna Alexandra Ýr van Erven skrifar 15. mars 2022 11:01 Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Jafnréttismál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar