Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 14:09 Frá fundinum í Hörpu í dag. Samorka Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Í ályktunni kemur fram að orku- og veitufyrirtækjum landsins hafi verið ætlað stórt hlutverk í þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett í loftslagsmálum. Til þess að þau geti sinnt því hlutverki þurfi stjórnsýslan öll að styðja við þá vegferð, til dæmis með því að einfalda laga- og regluverk, tryggja orkuöryggi landsins með nægu framboði af grænni orku og að innan stjórnkerfisins verði sérþekking á orku- og veitumálum styrkt. Ályktun Samorku í heild sinni má sjá að neðan. Ályktun aðalfundar 2022 Orku- og veitustarfsemi er hornsteinn hvers samfélags. Atvinnulíf getur vaxið og dafnað með öruggu aðgengi að grænu rafmagni og heitu vatni, því sjálfbær nýting grænna orkulinda er undirstaða allrar verðmætasköpunar. Heimilin njóta þeirra lífsgæða að fá umhverfisvænt rafmagn og heitt vatn á góðu verði sem er eftirsóknarverð staða um allan heim. Vegna þeirrar sérstöðu hér á landi að orkuþörf er svarað að langstærstum hluta með endurnýjanlegri orku er rökrétt að markið sé sett hátt í loftslagsmálum. Það hafa stjórnvöld gert. Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála er stefnt að því að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Þetta markmið er risastórt verkefni fyrir samfélagið allt en um leið felur það í sér umtalsverð tækifæri. Græn framtíð á öllum sviðum Græn framtíð fyrir Ísland snýst ekki eingöngu um að útrýma notkun jarðefnaeldsneytis. Hlúa þarf að öðrum mikilvægum umhverfis- og lýðheilsumálum eins og hreinu neysluvatni og uppbyggingu fráveitna um allt land. Mikilvægi vatnsverndar og vatnsverndarsvæða þarf einnig að endurspeglast í allri löggjöf og kröfum til allra aðila sem umgangast þau. Þá hefur mikill árangur náðst á undanförnum árum við endurbætur fráveitukerfa og uppbyggingu hreinsistöðva. Áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu fráveitna um allt land er því nauðsynlegur og að fram komi ný reglugerð sem styðji sveitarfélög og fráveitur í þeirra eigu í að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Eyða þarf óvissu um rekstrargrundvöll vatns- og fráveitna og þeim heimiluð eðlileg arðsemi eigin fjár til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Aðgerða er þörf tafarlaust Staðan á íslenskum raforkumarkaði er viðkvæm og umræða um orkuskort áberandi. Notkun á rafmagni og heitu vatni hefur farið vaxandi ár frá ári, en ekki hefur orðið samsvarandi aukning í orkuframleiðslu. Ný greining um afl- og orkujöfnuð staðfestir niðurstöðu frá sambærilegri greiningu frá 2019 um að orkuskortur verði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki verður brugðist við. Samorka hefur einnig ítrekað bent á að orkuöryggi landsins sé ekki nægilega tryggt. Á sama tíma er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun stóraukast með þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett í loftslagsmálum. Aðgerða er þörf tafarlaust. Tryggja þarf næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Stjórnsýslan styðji við framtíðarsýnina Orku- og veitufyrirtækjum landsins hefur verið falið stórt hlutverk í þeim miklu umbreytingum sem framundan eru. Til þess að þau geti sinnt því hlutverki þarf stjórnsýslan öll að styðja við þá vegferð. Orku- og veitumál eru í eðli sínu flókinn málaflokkur sem krefst umfangsmikillar þekkingar og skilnings. Styrkja þarf sérþekkingu á orku- og veitumálum innan stjórnkerfisins svo hún endurspegli það mikilvægi sem málaflokkurinn hefur í daglegu lífi íbúa í landinu og metnað stjórnvalda í loftslagsmálum. Með samhentu átaki sérfræðinga innan stjórnsýslunnar og orku- og veitufyrirtækjanna verður hægt að gera græna framtíðarsýn að veruleika. Laga- og regluverkið verður að einfalda og gera skilvirkara. Eitt brýnasta verkefnið er uppbygging og viðhald flutnings- og dreifikerfis raforku því aðeins með sterku, áfallaþolnu kerfi sem lágmarkar töp skilar græna orkan sér þangað sem hennar er þörf. Þar hefur flókin lagaumgjörð á ýmsan hátt staðið í vegi fyrir raunverulegum umbótum. Skipulagslögum þarf að breyta svo þau styðji við uppbyggingu flutningskerfisins yfir mörk margra sveitarfélaga og tryggi jafnframt að kerfisáætlun haldi gildi sínu gagnvart viðkomandi sveitarfélögum. Tryggja þarf nægt framboð af grænni orku Græn orka er lykilþáttur í framtíðarsýn stjórnvalda. Núverandi fyrirkomulag um nýtingu og vernd orkuauðlinda, rammaáætlun, hefur ekki skilað tilætluðum árangri í að fá skýra niðurstöðu um hvar eða hvernig megi auka framleiðslu á grænni orku og ár eftir ár hefur engin niðurstaða fengist. Þetta hefur áhrif á hitaveiturnar í landinu sem og framboð af raforku. Samorka fagnar því að í nýjum stjórnarsáttmála sé boðuð endurskoðun á rammaáætlun frá grunni. Um leið lýsir Samorka yfir áhyggjum af því að markvisst verði unnið að því að takmarka orkunýtingu á sífellt stærra landsvæði sem ríkt er af endurnýjanlegum orkulindum. Áður en frekari ákvarðanir um slíkar takmarkanir eru teknar er nauðsynlegt að því sé svarað hvaðan hreina orkan, sem uppfylla á þarfir samfélagsins nú og til framtíðar, eigi að koma. Vindorka er sjálfsögð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag. Hún getur gegnt mikilvægu hlutverki í að uppfylla orkuþörf samfélagsins og er skjótvirk leið til að auka orkuframleiðslu svo bregðast megi við fyrirliggjandi orkuþörf. Samorka fagnar því að til standi að setja sérstaka löggjöf um vindorkunýtingu sem liðki fyrir vandaðri og greiðri afgreiðslu vindorkukosta. Samorka tekur undir þau markmið orkustefnu að komið verði á fót rafrænum markaði á sviði heildsölu raforku. Slíkt fyrirkomulag styrkir virka samkeppni, gefur skýr merki um jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar í raforkukerfinu og stuðlar að þjóðhagslegri hagkvæmni í orkunýtingu. Þá fagnar Samorka þeirri vinnu sem hafin er við gerð reglna til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi. Orkuöryggi landsins er undir og markmið stjórnvalda um græna framtíð og því áríðandi að vel takist til. Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Tengdar fréttir Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. 15. mars 2022 11:24 Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin. 15. mars 2022 14:05 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Í ályktunni kemur fram að orku- og veitufyrirtækjum landsins hafi verið ætlað stórt hlutverk í þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett í loftslagsmálum. Til þess að þau geti sinnt því hlutverki þurfi stjórnsýslan öll að styðja við þá vegferð, til dæmis með því að einfalda laga- og regluverk, tryggja orkuöryggi landsins með nægu framboði af grænni orku og að innan stjórnkerfisins verði sérþekking á orku- og veitumálum styrkt. Ályktun Samorku í heild sinni má sjá að neðan. Ályktun aðalfundar 2022 Orku- og veitustarfsemi er hornsteinn hvers samfélags. Atvinnulíf getur vaxið og dafnað með öruggu aðgengi að grænu rafmagni og heitu vatni, því sjálfbær nýting grænna orkulinda er undirstaða allrar verðmætasköpunar. Heimilin njóta þeirra lífsgæða að fá umhverfisvænt rafmagn og heitt vatn á góðu verði sem er eftirsóknarverð staða um allan heim. Vegna þeirrar sérstöðu hér á landi að orkuþörf er svarað að langstærstum hluta með endurnýjanlegri orku er rökrétt að markið sé sett hátt í loftslagsmálum. Það hafa stjórnvöld gert. Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála er stefnt að því að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Þetta markmið er risastórt verkefni fyrir samfélagið allt en um leið felur það í sér umtalsverð tækifæri. Græn framtíð á öllum sviðum Græn framtíð fyrir Ísland snýst ekki eingöngu um að útrýma notkun jarðefnaeldsneytis. Hlúa þarf að öðrum mikilvægum umhverfis- og lýðheilsumálum eins og hreinu neysluvatni og uppbyggingu fráveitna um allt land. Mikilvægi vatnsverndar og vatnsverndarsvæða þarf einnig að endurspeglast í allri löggjöf og kröfum til allra aðila sem umgangast þau. Þá hefur mikill árangur náðst á undanförnum árum við endurbætur fráveitukerfa og uppbyggingu hreinsistöðva. Áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu fráveitna um allt land er því nauðsynlegur og að fram komi ný reglugerð sem styðji sveitarfélög og fráveitur í þeirra eigu í að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Eyða þarf óvissu um rekstrargrundvöll vatns- og fráveitna og þeim heimiluð eðlileg arðsemi eigin fjár til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Aðgerða er þörf tafarlaust Staðan á íslenskum raforkumarkaði er viðkvæm og umræða um orkuskort áberandi. Notkun á rafmagni og heitu vatni hefur farið vaxandi ár frá ári, en ekki hefur orðið samsvarandi aukning í orkuframleiðslu. Ný greining um afl- og orkujöfnuð staðfestir niðurstöðu frá sambærilegri greiningu frá 2019 um að orkuskortur verði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki verður brugðist við. Samorka hefur einnig ítrekað bent á að orkuöryggi landsins sé ekki nægilega tryggt. Á sama tíma er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun stóraukast með þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett í loftslagsmálum. Aðgerða er þörf tafarlaust. Tryggja þarf næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Stjórnsýslan styðji við framtíðarsýnina Orku- og veitufyrirtækjum landsins hefur verið falið stórt hlutverk í þeim miklu umbreytingum sem framundan eru. Til þess að þau geti sinnt því hlutverki þarf stjórnsýslan öll að styðja við þá vegferð. Orku- og veitumál eru í eðli sínu flókinn málaflokkur sem krefst umfangsmikillar þekkingar og skilnings. Styrkja þarf sérþekkingu á orku- og veitumálum innan stjórnkerfisins svo hún endurspegli það mikilvægi sem málaflokkurinn hefur í daglegu lífi íbúa í landinu og metnað stjórnvalda í loftslagsmálum. Með samhentu átaki sérfræðinga innan stjórnsýslunnar og orku- og veitufyrirtækjanna verður hægt að gera græna framtíðarsýn að veruleika. Laga- og regluverkið verður að einfalda og gera skilvirkara. Eitt brýnasta verkefnið er uppbygging og viðhald flutnings- og dreifikerfis raforku því aðeins með sterku, áfallaþolnu kerfi sem lágmarkar töp skilar græna orkan sér þangað sem hennar er þörf. Þar hefur flókin lagaumgjörð á ýmsan hátt staðið í vegi fyrir raunverulegum umbótum. Skipulagslögum þarf að breyta svo þau styðji við uppbyggingu flutningskerfisins yfir mörk margra sveitarfélaga og tryggi jafnframt að kerfisáætlun haldi gildi sínu gagnvart viðkomandi sveitarfélögum. Tryggja þarf nægt framboð af grænni orku Græn orka er lykilþáttur í framtíðarsýn stjórnvalda. Núverandi fyrirkomulag um nýtingu og vernd orkuauðlinda, rammaáætlun, hefur ekki skilað tilætluðum árangri í að fá skýra niðurstöðu um hvar eða hvernig megi auka framleiðslu á grænni orku og ár eftir ár hefur engin niðurstaða fengist. Þetta hefur áhrif á hitaveiturnar í landinu sem og framboð af raforku. Samorka fagnar því að í nýjum stjórnarsáttmála sé boðuð endurskoðun á rammaáætlun frá grunni. Um leið lýsir Samorka yfir áhyggjum af því að markvisst verði unnið að því að takmarka orkunýtingu á sífellt stærra landsvæði sem ríkt er af endurnýjanlegum orkulindum. Áður en frekari ákvarðanir um slíkar takmarkanir eru teknar er nauðsynlegt að því sé svarað hvaðan hreina orkan, sem uppfylla á þarfir samfélagsins nú og til framtíðar, eigi að koma. Vindorka er sjálfsögð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag. Hún getur gegnt mikilvægu hlutverki í að uppfylla orkuþörf samfélagsins og er skjótvirk leið til að auka orkuframleiðslu svo bregðast megi við fyrirliggjandi orkuþörf. Samorka fagnar því að til standi að setja sérstaka löggjöf um vindorkunýtingu sem liðki fyrir vandaðri og greiðri afgreiðslu vindorkukosta. Samorka tekur undir þau markmið orkustefnu að komið verði á fót rafrænum markaði á sviði heildsölu raforku. Slíkt fyrirkomulag styrkir virka samkeppni, gefur skýr merki um jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar í raforkukerfinu og stuðlar að þjóðhagslegri hagkvæmni í orkunýtingu. Þá fagnar Samorka þeirri vinnu sem hafin er við gerð reglna til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi. Orkuöryggi landsins er undir og markmið stjórnvalda um græna framtíð og því áríðandi að vel takist til.
Ályktun aðalfundar 2022 Orku- og veitustarfsemi er hornsteinn hvers samfélags. Atvinnulíf getur vaxið og dafnað með öruggu aðgengi að grænu rafmagni og heitu vatni, því sjálfbær nýting grænna orkulinda er undirstaða allrar verðmætasköpunar. Heimilin njóta þeirra lífsgæða að fá umhverfisvænt rafmagn og heitt vatn á góðu verði sem er eftirsóknarverð staða um allan heim. Vegna þeirrar sérstöðu hér á landi að orkuþörf er svarað að langstærstum hluta með endurnýjanlegri orku er rökrétt að markið sé sett hátt í loftslagsmálum. Það hafa stjórnvöld gert. Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála er stefnt að því að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Þetta markmið er risastórt verkefni fyrir samfélagið allt en um leið felur það í sér umtalsverð tækifæri. Græn framtíð á öllum sviðum Græn framtíð fyrir Ísland snýst ekki eingöngu um að útrýma notkun jarðefnaeldsneytis. Hlúa þarf að öðrum mikilvægum umhverfis- og lýðheilsumálum eins og hreinu neysluvatni og uppbyggingu fráveitna um allt land. Mikilvægi vatnsverndar og vatnsverndarsvæða þarf einnig að endurspeglast í allri löggjöf og kröfum til allra aðila sem umgangast þau. Þá hefur mikill árangur náðst á undanförnum árum við endurbætur fráveitukerfa og uppbyggingu hreinsistöðva. Áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu fráveitna um allt land er því nauðsynlegur og að fram komi ný reglugerð sem styðji sveitarfélög og fráveitur í þeirra eigu í að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Eyða þarf óvissu um rekstrargrundvöll vatns- og fráveitna og þeim heimiluð eðlileg arðsemi eigin fjár til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Aðgerða er þörf tafarlaust Staðan á íslenskum raforkumarkaði er viðkvæm og umræða um orkuskort áberandi. Notkun á rafmagni og heitu vatni hefur farið vaxandi ár frá ári, en ekki hefur orðið samsvarandi aukning í orkuframleiðslu. Ný greining um afl- og orkujöfnuð staðfestir niðurstöðu frá sambærilegri greiningu frá 2019 um að orkuskortur verði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki verður brugðist við. Samorka hefur einnig ítrekað bent á að orkuöryggi landsins sé ekki nægilega tryggt. Á sama tíma er ljóst að eftirspurn eftir grænni orku mun stóraukast með þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett í loftslagsmálum. Aðgerða er þörf tafarlaust. Tryggja þarf næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Stjórnsýslan styðji við framtíðarsýnina Orku- og veitufyrirtækjum landsins hefur verið falið stórt hlutverk í þeim miklu umbreytingum sem framundan eru. Til þess að þau geti sinnt því hlutverki þarf stjórnsýslan öll að styðja við þá vegferð. Orku- og veitumál eru í eðli sínu flókinn málaflokkur sem krefst umfangsmikillar þekkingar og skilnings. Styrkja þarf sérþekkingu á orku- og veitumálum innan stjórnkerfisins svo hún endurspegli það mikilvægi sem málaflokkurinn hefur í daglegu lífi íbúa í landinu og metnað stjórnvalda í loftslagsmálum. Með samhentu átaki sérfræðinga innan stjórnsýslunnar og orku- og veitufyrirtækjanna verður hægt að gera græna framtíðarsýn að veruleika. Laga- og regluverkið verður að einfalda og gera skilvirkara. Eitt brýnasta verkefnið er uppbygging og viðhald flutnings- og dreifikerfis raforku því aðeins með sterku, áfallaþolnu kerfi sem lágmarkar töp skilar græna orkan sér þangað sem hennar er þörf. Þar hefur flókin lagaumgjörð á ýmsan hátt staðið í vegi fyrir raunverulegum umbótum. Skipulagslögum þarf að breyta svo þau styðji við uppbyggingu flutningskerfisins yfir mörk margra sveitarfélaga og tryggi jafnframt að kerfisáætlun haldi gildi sínu gagnvart viðkomandi sveitarfélögum. Tryggja þarf nægt framboð af grænni orku Græn orka er lykilþáttur í framtíðarsýn stjórnvalda. Núverandi fyrirkomulag um nýtingu og vernd orkuauðlinda, rammaáætlun, hefur ekki skilað tilætluðum árangri í að fá skýra niðurstöðu um hvar eða hvernig megi auka framleiðslu á grænni orku og ár eftir ár hefur engin niðurstaða fengist. Þetta hefur áhrif á hitaveiturnar í landinu sem og framboð af raforku. Samorka fagnar því að í nýjum stjórnarsáttmála sé boðuð endurskoðun á rammaáætlun frá grunni. Um leið lýsir Samorka yfir áhyggjum af því að markvisst verði unnið að því að takmarka orkunýtingu á sífellt stærra landsvæði sem ríkt er af endurnýjanlegum orkulindum. Áður en frekari ákvarðanir um slíkar takmarkanir eru teknar er nauðsynlegt að því sé svarað hvaðan hreina orkan, sem uppfylla á þarfir samfélagsins nú og til framtíðar, eigi að koma. Vindorka er sjálfsögð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag. Hún getur gegnt mikilvægu hlutverki í að uppfylla orkuþörf samfélagsins og er skjótvirk leið til að auka orkuframleiðslu svo bregðast megi við fyrirliggjandi orkuþörf. Samorka fagnar því að til standi að setja sérstaka löggjöf um vindorkunýtingu sem liðki fyrir vandaðri og greiðri afgreiðslu vindorkukosta. Samorka tekur undir þau markmið orkustefnu að komið verði á fót rafrænum markaði á sviði heildsölu raforku. Slíkt fyrirkomulag styrkir virka samkeppni, gefur skýr merki um jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar í raforkukerfinu og stuðlar að þjóðhagslegri hagkvæmni í orkunýtingu. Þá fagnar Samorka þeirri vinnu sem hafin er við gerð reglna til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi. Orkuöryggi landsins er undir og markmið stjórnvalda um græna framtíð og því áríðandi að vel takist til.
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Tengdar fréttir Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. 15. mars 2022 11:24 Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin. 15. mars 2022 14:05 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. 15. mars 2022 11:24
Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin. 15. mars 2022 14:05
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent