Getur þú glatt barn með hjóli? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. mars 2022 09:30 Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun