Án nýrrar byggðalínu er tómt mál að tala um aukna orkuvinnslu, orkuskipti eða loftslagsmarkmið Jón Skafti Gestsson skrifar 16. mars 2022 11:31 Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Í kynningu ráðherra kom fram að auka þyrfti orkuvinnslu hér á landi um allt að 124% á næstu 18 árum en Landsnet hefur undanfarin ár varað við yfirvofandi orkuskorti. Tilefni skýrslunnar, að meta orkuþörf næstu áratuga, var sérstaklega aðkallandi í ljósi þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa á afhendingu raforku nú undanfarna mánuði. Síðasta desember kom fram í yfirlýsingum Landsvirkjunar að takmarkanir í flutningskerfinu væru þess valdandi að 500 GWst færu forgörðum. Vísbendingar eru enn fremur um að önnur orkufyrirtæki séu í sambærilegri stöðu. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngilda 500 GWst 60 MW virkjun í fullri keyrslu allt árið, ígildi Kröfluvirkjunar eða Vatnsfellsstöðvar. Þetta er umfang þeirrar orku sem tapast af því að flutningskerfið ræður ekki við hlutverk sitt. Sé litið til aukinnar orkuþarfar upp á 124% er ljóst að viðbótaraflþörf er um og yfir 100 MW á ári, nálægt því tvöfalt það sem nú tapast vegna takmarkaðs flutningskerfis. Þar sem flutningskerfið ræður ekki að fullu við hlutverk sitt við núverandi aðstæður ætti að vera ljóst að flutningskerfi raforku þarfnast verulegrar styrkingar og það án tafar. Byggja þarf nýja kynslóð byggðalínu sem liggur hringinn í kringum landið og myndar hryggjarstykkið í raforkukerfinu enda er núverandi byggðalína að nálgast endalok 50 ára líftíma síns. Tækifæri að tapast Fyrsta mál á dagskrá ætti að vera styrking flutningskerfisins frá Austurlandi að Hvalfirði. Þá verður hægt að nýta þessar 500 GWst frá Landsvirkjun án þess að virkja og með minni tilkostnaði. Enn fremur fæst stóraukin afhendingargeta raforku og aukið afhendingaröryggi með sterkara flutningskerfi, sérstaklega á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Undanfarin misseri hafa opinberast sögur af töpuðum tækifærum í atvinnuþróunarmálum um allt land. Sameiginlegur þráður í mörgum þeirra er að takmarkað aðgengi að raforku heftir bæði stór og smá fyrirtæki. Allt frá Kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum yfir í líftæknifyrirtæki á Suðurnesjum. Þessari stöðu verður ekki breytt nema að flutningskerfi raforku verði styrkt. Þessi starfsemi er þó léttvæg í samanburði við það sem þarf til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Það er sérstaklega mikilvægt að auka afhendingaröryggi á Norðurlandi og Vestfjörðum en undanfarin ár hefur afhendingaröryggi verið umtalsvert minna þar en annars staðar á landinu en er þó einnig slæmt í öðrum landshlutum. Þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana í kerfi Landsnets hefur að jafnaði verið um 600 milljónir árlega. Kostnaður sem leggst á fyrirtæki í gegnum verri rekstrarskilyrði og tapaða framleiðslu og minni lífsgæðum almennings. Sú staða verður ekki leyst með fleiri virkjunum, betri tengingar er nauðsynlegar. Áður hefur komið fram að Landsvirkjun taldi sig tapa 500 GWst árlega vegna takmarkana í flutningskerfinu. Kostnaður við virkjun sem gæti útvegað slíkt orkumagn væri að líkindum í kringum 30 milljarða króna án kostnaðar við að tengja hana við flutningskerfið. Betri tenging er ódýrari og hagkvæmari byrjun Landsnet gæti hins vegar klárað framangreinda styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði fyrir 25-28 milljarða króna og þannig sparað þjóðarbúinu í kringum 5 milljarða í kostnað ásamt því að skapa meiri ábata með bættu afhendingaröryggi og aukinni afhendingargetu um allt land. Með því fást aukin lífsgæði almennings og betri rekstur fyrirtækja. Það er því allt í senn hagkvæmara, ódýrara og umhverfisvænna að klára styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði sem fyrst. Raunar er það svo að öll markmið okkar Íslendinga í orku- og loftslagsmálum eru háð því að styrkja flutningskerfið án tafar. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Í kynningu ráðherra kom fram að auka þyrfti orkuvinnslu hér á landi um allt að 124% á næstu 18 árum en Landsnet hefur undanfarin ár varað við yfirvofandi orkuskorti. Tilefni skýrslunnar, að meta orkuþörf næstu áratuga, var sérstaklega aðkallandi í ljósi þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa á afhendingu raforku nú undanfarna mánuði. Síðasta desember kom fram í yfirlýsingum Landsvirkjunar að takmarkanir í flutningskerfinu væru þess valdandi að 500 GWst færu forgörðum. Vísbendingar eru enn fremur um að önnur orkufyrirtæki séu í sambærilegri stöðu. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngilda 500 GWst 60 MW virkjun í fullri keyrslu allt árið, ígildi Kröfluvirkjunar eða Vatnsfellsstöðvar. Þetta er umfang þeirrar orku sem tapast af því að flutningskerfið ræður ekki við hlutverk sitt. Sé litið til aukinnar orkuþarfar upp á 124% er ljóst að viðbótaraflþörf er um og yfir 100 MW á ári, nálægt því tvöfalt það sem nú tapast vegna takmarkaðs flutningskerfis. Þar sem flutningskerfið ræður ekki að fullu við hlutverk sitt við núverandi aðstæður ætti að vera ljóst að flutningskerfi raforku þarfnast verulegrar styrkingar og það án tafar. Byggja þarf nýja kynslóð byggðalínu sem liggur hringinn í kringum landið og myndar hryggjarstykkið í raforkukerfinu enda er núverandi byggðalína að nálgast endalok 50 ára líftíma síns. Tækifæri að tapast Fyrsta mál á dagskrá ætti að vera styrking flutningskerfisins frá Austurlandi að Hvalfirði. Þá verður hægt að nýta þessar 500 GWst frá Landsvirkjun án þess að virkja og með minni tilkostnaði. Enn fremur fæst stóraukin afhendingargeta raforku og aukið afhendingaröryggi með sterkara flutningskerfi, sérstaklega á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Undanfarin misseri hafa opinberast sögur af töpuðum tækifærum í atvinnuþróunarmálum um allt land. Sameiginlegur þráður í mörgum þeirra er að takmarkað aðgengi að raforku heftir bæði stór og smá fyrirtæki. Allt frá Kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum yfir í líftæknifyrirtæki á Suðurnesjum. Þessari stöðu verður ekki breytt nema að flutningskerfi raforku verði styrkt. Þessi starfsemi er þó léttvæg í samanburði við það sem þarf til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Það er sérstaklega mikilvægt að auka afhendingaröryggi á Norðurlandi og Vestfjörðum en undanfarin ár hefur afhendingaröryggi verið umtalsvert minna þar en annars staðar á landinu en er þó einnig slæmt í öðrum landshlutum. Þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana í kerfi Landsnets hefur að jafnaði verið um 600 milljónir árlega. Kostnaður sem leggst á fyrirtæki í gegnum verri rekstrarskilyrði og tapaða framleiðslu og minni lífsgæðum almennings. Sú staða verður ekki leyst með fleiri virkjunum, betri tengingar er nauðsynlegar. Áður hefur komið fram að Landsvirkjun taldi sig tapa 500 GWst árlega vegna takmarkana í flutningskerfinu. Kostnaður við virkjun sem gæti útvegað slíkt orkumagn væri að líkindum í kringum 30 milljarða króna án kostnaðar við að tengja hana við flutningskerfið. Betri tenging er ódýrari og hagkvæmari byrjun Landsnet gæti hins vegar klárað framangreinda styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði fyrir 25-28 milljarða króna og þannig sparað þjóðarbúinu í kringum 5 milljarða í kostnað ásamt því að skapa meiri ábata með bættu afhendingaröryggi og aukinni afhendingargetu um allt land. Með því fást aukin lífsgæði almennings og betri rekstur fyrirtækja. Það er því allt í senn hagkvæmara, ódýrara og umhverfisvænna að klára styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði sem fyrst. Raunar er það svo að öll markmið okkar Íslendinga í orku- og loftslagsmálum eru háð því að styrkja flutningskerfið án tafar. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar