Kjósum Hildi (og Róbert líka)! Kristján Bragi Þorsteinsson skrifar 17. mars 2022 07:00 Undanfarna áratugi hef ég rekið veitingastaði í borginni. Sem eigandi að veitingarekstri þekki ég tvennt betur en flestir. Gott hráefni, og nauðsyn þess að sýna ráðdeild í rekstri. Það er nefnilega svo að enginn veitingastaður getur reitt fram ljúffengan rétt án góðs hráefnis. Að sama skapi er ómögulegt að halda sjó án þess að sýna ráðdeild og gæta þess að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Undanfarin ár hefur rekstur borgarinnar því miður einkennst af óráðsíu og stanslausum vexti kerfis sem einungis virðist rekið kerfisins vegna. Fyrir þetta líða útsvarsgreiðendur og atvinnurekendur í borginni. Nú eygjum við veitingamenn loksins von. Í borginni er nefnilega komið fram frábært hráefni. Ekki bara glæsilegur oddviti í persónu Hildar Björnsdóttur, heldur einnig reyndur veitingamaður að nafni Róbert Aron Magnússon. Við veitingamenn hljótum að geta sammælst um að veita þessum tveimur öflugu fulltrúum brautargengi í borginni í vor. Fólki sem getur stöðvað óráðsíuna, tekið til í fjármálunum og bætt rekstrarskilyrði veitingamanna. Ekki er vanþörf á. Búum til fjölbreyttan matseðil í borginni í vor. Veljum okkar besta fólk til forystu. Höfundur hefur rekið veitingastaði í Reykjavík í þrjá áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hef ég rekið veitingastaði í borginni. Sem eigandi að veitingarekstri þekki ég tvennt betur en flestir. Gott hráefni, og nauðsyn þess að sýna ráðdeild í rekstri. Það er nefnilega svo að enginn veitingastaður getur reitt fram ljúffengan rétt án góðs hráefnis. Að sama skapi er ómögulegt að halda sjó án þess að sýna ráðdeild og gæta þess að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Undanfarin ár hefur rekstur borgarinnar því miður einkennst af óráðsíu og stanslausum vexti kerfis sem einungis virðist rekið kerfisins vegna. Fyrir þetta líða útsvarsgreiðendur og atvinnurekendur í borginni. Nú eygjum við veitingamenn loksins von. Í borginni er nefnilega komið fram frábært hráefni. Ekki bara glæsilegur oddviti í persónu Hildar Björnsdóttur, heldur einnig reyndur veitingamaður að nafni Róbert Aron Magnússon. Við veitingamenn hljótum að geta sammælst um að veita þessum tveimur öflugu fulltrúum brautargengi í borginni í vor. Fólki sem getur stöðvað óráðsíuna, tekið til í fjármálunum og bætt rekstrarskilyrði veitingamanna. Ekki er vanþörf á. Búum til fjölbreyttan matseðil í borginni í vor. Veljum okkar besta fólk til forystu. Höfundur hefur rekið veitingastaði í Reykjavík í þrjá áratugi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar