„Augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um“ Atli Arason skrifar 17. mars 2022 07:01 Hannes Þór Halldórsson Stöð 2 Leikjahæsti markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, hefur lagt hanskana á hilluna og mun ekki spila knattspyrnu aftur. Hannes fór stuttlega yfir ferilinn með Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna
Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira