Katrín Tanja vildi ekki vera í liðinu hennar Anníe Mistar: Ekki rétti tíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir skipti um þjálfara og breytti æfingum sínum. Hún ætlar sér enn meira en hún hefur afrekað á frábærum ferli sínum. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru bestu vinkonur en um leið hafa þær keppt á móti hvor annarri í mörg ár. Í ár gafst þeim tækifæri til að vinna saman í nýja liðinu hjá Anníe en Katrín Tanja var ekki tilbúin að stíga það skref á þessum tímapunkti. Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira