Katrín Tanja vildi ekki vera í liðinu hennar Anníe Mistar: Ekki rétti tíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir skipti um þjálfara og breytti æfingum sínum. Hún ætlar sér enn meira en hún hefur afrekað á frábærum ferli sínum. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru bestu vinkonur en um leið hafa þær keppt á móti hvor annarri í mörg ár. Í ár gafst þeim tækifæri til að vinna saman í nýja liðinu hjá Anníe en Katrín Tanja var ekki tilbúin að stíga það skref á þessum tímapunkti. Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist. CrossFit Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira