Ábyrg fjármálastjórn? Kanntu annan betri? Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. mars 2022 10:31 Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar