Leyfum Hildi að rétta kúrsinn Gréta Ingþórsdóttir skrifar 19. mars 2022 09:00 Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar