Ekkert spilað síðan á EM: „Maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2022 10:00 Mikið álag á EM hafði talsverð áhrif á Sigvalda Guðjónsson. getty/Sanjin Strukic Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur ekkert spilað frá Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Meiðslin ágerðust á EM þar sem hann spilaði mest allra leikmanna. Sigvaldi vonast til að ná lokakafla tímabilsins með Kielce í Póllandi. „Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum. Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Ég hef verið meiddur í hásin. Þetta eru álagsmeiðsli. Ég hef verið með þetta allt tímabilið, síðan versnaði þetta hægt og rólega og EM hjálpaði ekkert. Ég fór í aðgerð fyrir þremur vikum og er að jafna mig á því,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi. Hann er nýkominn aftur til Póllands eftir að hafa gengist undir aðgerð hér á landi. Sigvaldi spilaði mikið á EM, raunar mest allra leikmanna á mótinu, en hann var aðeins utan vallar í samtals þrettán mínútur í leikjunum átta í Ungverjalandi. „Það gerði þetta örugglega verra. En maður gerði þetta fyrir íslensku þjóðina. Það var stemmning þarna úti og maður fann minna fyrir þessu. En þegar maður kom aftur út til Póllands fann maður hægt og rólega fyrir alvöru verkjum,“ sagði Sigvaldi sem var næstmarkahæsti leikmaður Íslands á EM með 29 mörk. Landsleikirnir úr sögunni Hornamaðurinn vonast til að ná síðustu leikjum tímabilsins með Kielce en læknarnir eru ekki jafn vongóðir og hann. „Ég vona það en veit það ekki alveg. Það er markmiðið en læknarnir eru ekkert alltof bjartsýnir. En ég geri mitt besta til að koma til baka,“ sagði Sigvaldi. Útséð er með að hann geti spilað leikina gegn annað hvort Austurríki eða Eistlandi um sæti á HM 2023 í næsta mánuði. „Þeir úr sögunni. Ég á ekki möguleika í þá,“ sagði Sigvaldi. Kielce vann sinn riðil í Meistaradeild Evrópu og þykir líklegt til afreka þar. Í átta liða úrslitunum mæta pólsku meistararnir annað hvort Montpellier eða Porto. Þeir leikir verða ekki fyrr en í maí og úrslitahelgi Meistaradeildarinnar verður svo um miðjan júní. Sigvaldi vonast til að vera orðinn klár í slaginn fyrir lokasprett tímabilsins. „Það er markmiðið en svo veit maður aldrei hvernig þetta þróast. Maður verður bara að vera rólegur og sjá hvernig fóturinn verður,“ sagði Sigvaldi. Gæti verið búinn að spila síðasta leikinn fyrir Kielce Hann hefur samið við Kolstad í Noregi og gengur í raðir liðsins í sumar. Sigvaldi gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Kielce. „Það er möguleiki en vonandi ekki. Það væri leiðinlegt ef það væri þannig,“ sagði Sigvaldi. Hann býst fastlega við að samherjar hans í íslenska landsliðinu tryggi sér farseðilinn á HM þrátt fyrir að hans njóti ekki við í umspilsleikjunum. „Jújújú, ég hef fulla trú á þeim. Alveg klárt mál,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Pólski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti