„Liðið hefur þroskast gríðarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 15:33 Guðmundur Guðmundsson er með íslenska landsliðshópinn í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana. Í næsta mánuði spilar liðið umspilsleiki um sæti á HM, gegn sigurliðinu úr einvígi Austurríkis og Eistlands. Stöð 2 Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar. Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“ HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“
HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira