Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2022 17:53 Hluta skólans verður lokað vegna myglu. Kópavogsbær Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að hluti Fannborgar 2, sem áður hýsti bæjarskrifstofurnar, verði nýttur undir kennslu líkt og gert var þegar rýma þurfti Kársnesskóla vorið 2017. Nemendur 6. til 10. bekkjar, sem eru um 170 talsins, muni mæta þangað, en ekki kemur fram hversu lengi sú ráðstöfun varir, þó stefnt sé að því að framkvæmdum í skólanum ljúki áður en skóli verður settur aftur í haust. „Farið var í víðtæka sýnatöku í miðálmu Kópavogsskóla eftir að mygla greindist í einni stofu í janúar síðastliðnum og lá niðurstaða sýnatökunnar fyrir síðdegis í gær. Þrálát lekavandamál hafa verið á suðurhlið Kópavogsskóla og eru rakaskemmdir frá fyrri tíð komnar í ljós en tvö ár eru síðan suðurhliðin var einangruð að utan. Framkvæmdir hefjast eins fljótt og auðið er og er stefnt að því að þeim verði lokið áður en skóli hefst á ný í ágúst,“ segir í tilkynningu bæjarins. Viðgerðir muni felast í því að múrhúð og einangrun innanvert á suðurhlið skólans verði fjarlægð, yfirborð steinsteypu hreinsað, einangrað og múrhúðað upp á nýtt. Þá verði gólfefni í öllum stofum endurnýjuð, bæði á suðurhlið skólans og þar sem vart hefur orðið við raka við skil útbyggingar á norðurhlið. Þá segir að fundað hafi verið með starfsfólki skólans í dag og það upplýst um stöðu mála, eins hafi upplýsingum verið komið áleiðis til foreldra barna í skólanum, sem telur alls um 390 börn á öllum grunnskólastigum. Kópavogur Mygla Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að hluti Fannborgar 2, sem áður hýsti bæjarskrifstofurnar, verði nýttur undir kennslu líkt og gert var þegar rýma þurfti Kársnesskóla vorið 2017. Nemendur 6. til 10. bekkjar, sem eru um 170 talsins, muni mæta þangað, en ekki kemur fram hversu lengi sú ráðstöfun varir, þó stefnt sé að því að framkvæmdum í skólanum ljúki áður en skóli verður settur aftur í haust. „Farið var í víðtæka sýnatöku í miðálmu Kópavogsskóla eftir að mygla greindist í einni stofu í janúar síðastliðnum og lá niðurstaða sýnatökunnar fyrir síðdegis í gær. Þrálát lekavandamál hafa verið á suðurhlið Kópavogsskóla og eru rakaskemmdir frá fyrri tíð komnar í ljós en tvö ár eru síðan suðurhliðin var einangruð að utan. Framkvæmdir hefjast eins fljótt og auðið er og er stefnt að því að þeim verði lokið áður en skóli hefst á ný í ágúst,“ segir í tilkynningu bæjarins. Viðgerðir muni felast í því að múrhúð og einangrun innanvert á suðurhlið skólans verði fjarlægð, yfirborð steinsteypu hreinsað, einangrað og múrhúðað upp á nýtt. Þá verði gólfefni í öllum stofum endurnýjuð, bæði á suðurhlið skólans og þar sem vart hefur orðið við raka við skil útbyggingar á norðurhlið. Þá segir að fundað hafi verið með starfsfólki skólans í dag og það upplýst um stöðu mála, eins hafi upplýsingum verið komið áleiðis til foreldra barna í skólanum, sem telur alls um 390 börn á öllum grunnskólastigum.
Kópavogur Mygla Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira