„Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2022 10:00 Baldvin Þór Magnússon fagnaði með fjölskyldu sinni í Belgrad í gær eftir að hafa hlaupið sig inn í úrslitin á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Á neðri myndinni má sjá Baldvin á ferðinni í gærmorgun, fjórða í röðinni. Aðsend/Getty „Ég get ekki beðið eftir því að hlaupa og eltast við heimsmeistaratitil,“ segir Baldvin Þór Magnússon sem náði frábærum árangri á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í gær, þegar hann hljóp sig inn í úrslit í 3.000 metra hlaupi. Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira