Ferðaþjónustan kemur saman að nýju Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 21. mars 2022 14:30 Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða. Mannamót var síðast haldið í janúar 2020 og má því gera ráð fyrir að í þetta sinn munum við sjá breytingar á fyrirtækjum og mannskap. Heimsfaraldur Covid-19 hefur tekið á og fyrirtæki þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og markaðsbresti. Á sumum svæðum tók innanlandsmarkaður að einhverju leyti við en á öðrum svæðum þurrkaðist ferðaþjónustan nánast út og mun taka tíma að ná fyrri stöðu. Framundan er ár uppbyggingar og vaxtar. Bókanir fyrir sumarið líta vel út og mikill ferðavilji er greinilegur. Ferðaþjónustan hefur núna tækifæri til endurskipulagningar og þarf að leggja mikla áherslu á að byggja upp framboð þjónustu um allt land, fá aftur til sín starfsfólk sem hvarf til annarra starfa og hefja fjárfestingar á ný. Á sama tíma eru nýjar áherslur að birtast svo sem varðandi kröfur um sjálfbærni og breytt ferðahegðun. Á Mannamóti gefst tækifæri til að ræða málin, skiptast á hugmyndum, efla viðskiptasambönd og kynna þjónustu eða ný verkefni. Þessi vettvangur hefur fest sig í sessi sem ein stærsta ferðakaupstefna á Íslandi og verða þar án efa miklir fagnaðarfundir við þetta tækifæri hjá samstarfsaðilum sem hafa lítið getað hist síðustu tvö árin. Endurreisn ferðaþjónustunnar er að hefjast af krafti. Höfundur er talskona Markaðsstofa landshlutanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnheiður Jóhannsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða. Mannamót var síðast haldið í janúar 2020 og má því gera ráð fyrir að í þetta sinn munum við sjá breytingar á fyrirtækjum og mannskap. Heimsfaraldur Covid-19 hefur tekið á og fyrirtæki þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og markaðsbresti. Á sumum svæðum tók innanlandsmarkaður að einhverju leyti við en á öðrum svæðum þurrkaðist ferðaþjónustan nánast út og mun taka tíma að ná fyrri stöðu. Framundan er ár uppbyggingar og vaxtar. Bókanir fyrir sumarið líta vel út og mikill ferðavilji er greinilegur. Ferðaþjónustan hefur núna tækifæri til endurskipulagningar og þarf að leggja mikla áherslu á að byggja upp framboð þjónustu um allt land, fá aftur til sín starfsfólk sem hvarf til annarra starfa og hefja fjárfestingar á ný. Á sama tíma eru nýjar áherslur að birtast svo sem varðandi kröfur um sjálfbærni og breytt ferðahegðun. Á Mannamóti gefst tækifæri til að ræða málin, skiptast á hugmyndum, efla viðskiptasambönd og kynna þjónustu eða ný verkefni. Þessi vettvangur hefur fest sig í sessi sem ein stærsta ferðakaupstefna á Íslandi og verða þar án efa miklir fagnaðarfundir við þetta tækifæri hjá samstarfsaðilum sem hafa lítið getað hist síðustu tvö árin. Endurreisn ferðaþjónustunnar er að hefjast af krafti. Höfundur er talskona Markaðsstofa landshlutanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar