Tveggja ára bið eftir launum: „Auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór með liði ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019. Hann sneri aftur til ÍR um haustið, eftir stutt stopp í Frakklandi, en sleit krossband í hné í fyrsta leik og spilaði ekki meira fyrir liðið. VÍSIR/VILHELM Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson bíður enn þolinmóður eftir því að fá laun sín greidd frá því að hann var leikmaður ÍR keppnistímabilið 2019-20. Launadeila hans við ÍR fer fyrir Hæstarétt. Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“ Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira