Faðmaði Spike Lee fyrir leik og þaggaði svo niður í áhorfendum í MSG Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 08:02 Trae Young kann hvergi betur við sig en í Madison Square Garden. getty/Michelle Farsi Trae Young virðist hvergi njóta sín betur en í Madison Square Garden og sýndi það enn og aftur í nótt þegar Atlanta Hawks vann New York Knicks, 111-117, í NBA-deildinni í körfubolta. Áður en leikurinn hófst faðmaði Young leikstjórann Spike Lee, einn dyggasta stuðningsmann Knicks. Móttökurnar voru þó öllu óblíðari hjá öðrum áhorfendum í Madison Square Garden sem púuðu á Young, eins og í úrslitakeppninni í fyrra. En líkt og þá lækkaði hann í þeim rostann. Young skoraði 45 stig í leiknum í nótt, gaf átta stoðsendingar og setti niður sjö þriggja stiga skot. Bogdan Bogdanovic skoraði 32 stig af bekknum fyrir Atlanta. RJ Barrett skoraði þrjátíu stig og tók þrettán fráköst í liði Knicks. 45 PTS | 8 AST | 7 3PM @TheTraeYoung returned to The Garden for the first time since last years playoffs and erupted for 45 points. He scored 21 points in the second-half to secure the @ATLHawks win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/enzhib1Un5— NBA (@NBA) March 23, 2022 Golden State Warriors er í frjálsu falli þessa dagana og í nótt töpuðu Stríðsmennirnir fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Orlando Magic, 94-90. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. Wendall Carter skoraði nítján stig fyrir Orlando og Franz Wagner átján. Jordan Poole var stigahæstur hjá Golden State með 26 stig. MO BAMBA GIVES THE MAGIC THE LEAD @warriors: 88@OrlandoMagic: 8912 seconds remaining in Q4Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/ksZ27WgfCO pic.twitter.com/k4YTMHaUxX— NBA (@NBA) March 23, 2022 Meistarar Milwaukee Bucks komust aftur á sigurbraut þegar þeir unnu Chicago Bulls örugglega, 126-98. Jrue Holiday skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Giannis Antetokounmpo 25. Sá síðarnefndi tók einnig sautján fráköst. The defending champs were led by Jrue Holiday & Giannis Antetokounmpo who combined for 52 points in the @Bucks win! #FearTheDeer@Jrue_Holiday11: 27 PTS (12/17 FGM), 7 AST@Giannis_An34: 25 PTS (9/12 FGM), 17 REB, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/u9nLzSjvNu— NBA (@NBA) March 23, 2022 Þá vann Denver Nuggets Los Angeles Clippers, 127-115. Nikola Jokic skoraði þrjátíu stig fyrir Denver og tók fjórtán fráköst. Nikola Jokic's all-around play was on full display for the @nuggets as he led them to the win! #MileHighBasketball 30 PTS | 14 REB | 6 AST | 2 STL | 3 BLK pic.twitter.com/IYgM2FYTuN— NBA (@NBA) March 23, 2022 Úrslitin í nótt NY Knicks 111-117 Atlanta Orlando 94-90 Golden State Milwaukee 126-98 Chicago Denver 127-115 LA Clippers NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Áður en leikurinn hófst faðmaði Young leikstjórann Spike Lee, einn dyggasta stuðningsmann Knicks. Móttökurnar voru þó öllu óblíðari hjá öðrum áhorfendum í Madison Square Garden sem púuðu á Young, eins og í úrslitakeppninni í fyrra. En líkt og þá lækkaði hann í þeim rostann. Young skoraði 45 stig í leiknum í nótt, gaf átta stoðsendingar og setti niður sjö þriggja stiga skot. Bogdan Bogdanovic skoraði 32 stig af bekknum fyrir Atlanta. RJ Barrett skoraði þrjátíu stig og tók þrettán fráköst í liði Knicks. 45 PTS | 8 AST | 7 3PM @TheTraeYoung returned to The Garden for the first time since last years playoffs and erupted for 45 points. He scored 21 points in the second-half to secure the @ATLHawks win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/enzhib1Un5— NBA (@NBA) March 23, 2022 Golden State Warriors er í frjálsu falli þessa dagana og í nótt töpuðu Stríðsmennirnir fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Orlando Magic, 94-90. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. Wendall Carter skoraði nítján stig fyrir Orlando og Franz Wagner átján. Jordan Poole var stigahæstur hjá Golden State með 26 stig. MO BAMBA GIVES THE MAGIC THE LEAD @warriors: 88@OrlandoMagic: 8912 seconds remaining in Q4Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/ksZ27WgfCO pic.twitter.com/k4YTMHaUxX— NBA (@NBA) March 23, 2022 Meistarar Milwaukee Bucks komust aftur á sigurbraut þegar þeir unnu Chicago Bulls örugglega, 126-98. Jrue Holiday skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Giannis Antetokounmpo 25. Sá síðarnefndi tók einnig sautján fráköst. The defending champs were led by Jrue Holiday & Giannis Antetokounmpo who combined for 52 points in the @Bucks win! #FearTheDeer@Jrue_Holiday11: 27 PTS (12/17 FGM), 7 AST@Giannis_An34: 25 PTS (9/12 FGM), 17 REB, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/u9nLzSjvNu— NBA (@NBA) March 23, 2022 Þá vann Denver Nuggets Los Angeles Clippers, 127-115. Nikola Jokic skoraði þrjátíu stig fyrir Denver og tók fjórtán fráköst. Nikola Jokic's all-around play was on full display for the @nuggets as he led them to the win! #MileHighBasketball 30 PTS | 14 REB | 6 AST | 2 STL | 3 BLK pic.twitter.com/IYgM2FYTuN— NBA (@NBA) March 23, 2022 Úrslitin í nótt NY Knicks 111-117 Atlanta Orlando 94-90 Golden State Milwaukee 126-98 Chicago Denver 127-115 LA Clippers
NY Knicks 111-117 Atlanta Orlando 94-90 Golden State Milwaukee 126-98 Chicago Denver 127-115 LA Clippers
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira