Röskva – fyrir framtíð háskólasamfélagsins Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir og Katrín Björk Kristjánsdóttir skrifa 23. mars 2022 08:30 Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar