Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 15:01 FH-ingar þurfa að gera mun getur gegn Val í kvöld til að eiga meiri möguleika en í undanúrslitaleik bikarsins. vísir/hulda margrét Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Stórleikur FH og Vals, og lykilleikur á milli Fram og KA, standa upp úr í kvöld en öll átjánda umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og umferðin svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á morgun. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferð kvöldsins og má sjá þáttinn hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 18. umferð Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30. Ásgeir sagði Valsmenn einfaldlega með mikið fleiri vopn en FH, eins og sýndi sig í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum. Þar keyrðu Valsmenn yfir FH-inga í seinni hálfleik og nýttu sér það að Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon meiddust: Staðan í Olís-deild karla fyrir leiki kvöldsins. „Það kom ekkert þegar þeir duttu út. Lítið framlag frá allt of mörgum. FH-ingarnir verða að vera fullmannaðir ef þeir ætla að eiga einhvern séns, og þeir þurfa að halda út í sextíu mínútur. Það verður áskorun og spurning hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem meiðast. Valsararnir líta ógeðslega vel út. Þeir eru hrikalega flottir og ef maður horfir fram næstu vikur þá er Valur klárlega liðið sem þarf að vinna ef menn ætla sér einhverja titla. Það er ekki nokkur spurning,“ sagði Ásgeir. „Fáránlega mikill meðbyr“ með KA sem getur skilið Fram eftir Fram og KA mætast í ekki síður mikilvægum leik en með sigri næði KA fimm stiga forskoti á Fram í slagnum um 8. sætið, það síðasta í úrslitakeppninni. „Þá myndum við nokkurn veginn vita hvaða lið verða í úrslitakeppninni. Ég sé Framarana ekki koma til baka úr því. Fyrir þá er þetta fyrsti úrslitaleikurinn í að komast í úrslitakeppnina. Það hlýtur að hafa verið markmiðið fyrir tímabilið,“ sagði Ásgeir. Hann var á svæðinu þegar KA komst í og lék úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrr í mánuðinum og upplifði gulbláa stemningu eins og hún gerist best: „Það var ótrúleg stemning KA-megin. Ótrúlega vel mætt á pallana, holningin á liðinu allt önnur og komin svakaleg barátta og vilji, eitthvað extra, í þá. Það er einhver breyting í gangi hjá KA núna, fáránlega mikill meðbyr með þeim, og ef þeir spila rétt úr þessu gætu þeir nýtt þennan meðbyr til að klára deildina vel og það veit á gott fyrir úrslitakeppnina.“
Leikir dagsins: 18.00 Afturelding – ÍBV 18.00 Fram – KA (Stöð 2 Sport) 19.30 Selfoss – HK 19.30 Stjarnan – Grótta 19.30 FH – Valur (Stöð 2 Sport) 19.30 Haukar – Víkingur Leikirnir verða gerðir upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 19.30.
Olís-deild karla FH Valur KA Fram Seinni bylgjan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni