Hvenær verða réttindi fatlaðra barna í Garðabæ virt? Árni Björn Kristjánsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Flestir myndu ætla að sveitarfélag eins og Garðabær, sem býr við traustan og góðan fjárhag, myndi leggja sig fram við að tryggja fötluðum þennan rétt til sjálfstæðs lífs. Öllum fötluðum Garðbæingum. Dóttir mín fær 42% þjónustu Ég er faðir 9 ára langveikrar og fatlaðrar stelpu. Hún er dásamleg stúlka sem langar að gera svo margt, eins og aðrar 9 ára stúlkur. Hana langar að leika sér með vinkonum sínum og æfa íþróttir. En hún er með metna stuðningsþörf upp á 720 klukkutíma á mánuði og það besta sem Garðabær getur boðið eru 300 klukkutímar. Dóttir mín fær því aðeins 42% af þeim tíma sem mat á stuðningsþörf nær yfir. Hún fær aðeins 42% af nauðsynlegri þjónustu til að aðstoða hana við að sinna hversdagslegum athöfnum daglegs lífs og taka þátt í samfélaginu sem sjálfstæður einstaklingur. Til þess að fylla upp í þá þjónustu sem hún þarf á að halda verður að treysta á stuðning frá foreldrum og öðrum ættingjum. Dóttir mín klæðir sig ekki sjálf, borðar ekki sjálf, fer ekki á klósettið sjálf, leikur sér ekki sjálf, kveikir ekki á sjónvarpinu sjálf og listinn heldur áfram. Ef hún vill æfa íþrótt þá þarf hún stuðningsmanneskju, ef hún vill leika við vinkonur sínar þá þarf hún stuðningsmanneskju. Því er það þyngra en tárum taki að hún hafi ekki val um að gera það sem hún vill á sínum forsendum því úthlutuðum tímum í þjónustu dugar ekki til. Úrelt stefna í málefnum fatlaðs fólks Á vef Garðabæjar er að finna stefnu sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks. Þar er vísað í lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Stefnan er byggð á lögum sem felld voru úr gildi árið 2018. Hvers vegna stefna sveitarfélagsins hefur ekki verið uppfærð er engin leið að skilja. Það ætti að vera Garðabæ mikilvægt að gefa réttar upplýsingar um á hverju þjónusta við íbúa er byggð. Helstu skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessari úreltu stefnu eru að innan núverandi meirihluta sé ekki mikill áhugi á málefnum fatlaðra í sveitarstjórnarpólitíkinni, þar sem stefnan er sköpuð. Kominn er tími til þess að Garðabær fari að virða þann rétt sem fatlaðir eiga til að lifa sjálfstæðu lífi og að stefna sveitarfélagsins endurspegli breytta tíma og viðhorf til fatlaðra. Þess vegna hef ég tekið 4. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Höfundur er faðir fatlaðrar stelpu og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Garðabær Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Árni Björn Kristjánsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Flestir myndu ætla að sveitarfélag eins og Garðabær, sem býr við traustan og góðan fjárhag, myndi leggja sig fram við að tryggja fötluðum þennan rétt til sjálfstæðs lífs. Öllum fötluðum Garðbæingum. Dóttir mín fær 42% þjónustu Ég er faðir 9 ára langveikrar og fatlaðrar stelpu. Hún er dásamleg stúlka sem langar að gera svo margt, eins og aðrar 9 ára stúlkur. Hana langar að leika sér með vinkonum sínum og æfa íþróttir. En hún er með metna stuðningsþörf upp á 720 klukkutíma á mánuði og það besta sem Garðabær getur boðið eru 300 klukkutímar. Dóttir mín fær því aðeins 42% af þeim tíma sem mat á stuðningsþörf nær yfir. Hún fær aðeins 42% af nauðsynlegri þjónustu til að aðstoða hana við að sinna hversdagslegum athöfnum daglegs lífs og taka þátt í samfélaginu sem sjálfstæður einstaklingur. Til þess að fylla upp í þá þjónustu sem hún þarf á að halda verður að treysta á stuðning frá foreldrum og öðrum ættingjum. Dóttir mín klæðir sig ekki sjálf, borðar ekki sjálf, fer ekki á klósettið sjálf, leikur sér ekki sjálf, kveikir ekki á sjónvarpinu sjálf og listinn heldur áfram. Ef hún vill æfa íþrótt þá þarf hún stuðningsmanneskju, ef hún vill leika við vinkonur sínar þá þarf hún stuðningsmanneskju. Því er það þyngra en tárum taki að hún hafi ekki val um að gera það sem hún vill á sínum forsendum því úthlutuðum tímum í þjónustu dugar ekki til. Úrelt stefna í málefnum fatlaðs fólks Á vef Garðabæjar er að finna stefnu sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks. Þar er vísað í lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Stefnan er byggð á lögum sem felld voru úr gildi árið 2018. Hvers vegna stefna sveitarfélagsins hefur ekki verið uppfærð er engin leið að skilja. Það ætti að vera Garðabæ mikilvægt að gefa réttar upplýsingar um á hverju þjónusta við íbúa er byggð. Helstu skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessari úreltu stefnu eru að innan núverandi meirihluta sé ekki mikill áhugi á málefnum fatlaðra í sveitarstjórnarpólitíkinni, þar sem stefnan er sköpuð. Kominn er tími til þess að Garðabær fari að virða þann rétt sem fatlaðir eiga til að lifa sjálfstæðu lífi og að stefna sveitarfélagsins endurspegli breytta tíma og viðhorf til fatlaðra. Þess vegna hef ég tekið 4. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Höfundur er faðir fatlaðrar stelpu og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun