Hvenær verða réttindi fatlaðra barna í Garðabæ virt? Árni Björn Kristjánsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Flestir myndu ætla að sveitarfélag eins og Garðabær, sem býr við traustan og góðan fjárhag, myndi leggja sig fram við að tryggja fötluðum þennan rétt til sjálfstæðs lífs. Öllum fötluðum Garðbæingum. Dóttir mín fær 42% þjónustu Ég er faðir 9 ára langveikrar og fatlaðrar stelpu. Hún er dásamleg stúlka sem langar að gera svo margt, eins og aðrar 9 ára stúlkur. Hana langar að leika sér með vinkonum sínum og æfa íþróttir. En hún er með metna stuðningsþörf upp á 720 klukkutíma á mánuði og það besta sem Garðabær getur boðið eru 300 klukkutímar. Dóttir mín fær því aðeins 42% af þeim tíma sem mat á stuðningsþörf nær yfir. Hún fær aðeins 42% af nauðsynlegri þjónustu til að aðstoða hana við að sinna hversdagslegum athöfnum daglegs lífs og taka þátt í samfélaginu sem sjálfstæður einstaklingur. Til þess að fylla upp í þá þjónustu sem hún þarf á að halda verður að treysta á stuðning frá foreldrum og öðrum ættingjum. Dóttir mín klæðir sig ekki sjálf, borðar ekki sjálf, fer ekki á klósettið sjálf, leikur sér ekki sjálf, kveikir ekki á sjónvarpinu sjálf og listinn heldur áfram. Ef hún vill æfa íþrótt þá þarf hún stuðningsmanneskju, ef hún vill leika við vinkonur sínar þá þarf hún stuðningsmanneskju. Því er það þyngra en tárum taki að hún hafi ekki val um að gera það sem hún vill á sínum forsendum því úthlutuðum tímum í þjónustu dugar ekki til. Úrelt stefna í málefnum fatlaðs fólks Á vef Garðabæjar er að finna stefnu sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks. Þar er vísað í lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Stefnan er byggð á lögum sem felld voru úr gildi árið 2018. Hvers vegna stefna sveitarfélagsins hefur ekki verið uppfærð er engin leið að skilja. Það ætti að vera Garðabæ mikilvægt að gefa réttar upplýsingar um á hverju þjónusta við íbúa er byggð. Helstu skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessari úreltu stefnu eru að innan núverandi meirihluta sé ekki mikill áhugi á málefnum fatlaðra í sveitarstjórnarpólitíkinni, þar sem stefnan er sköpuð. Kominn er tími til þess að Garðabær fari að virða þann rétt sem fatlaðir eiga til að lifa sjálfstæðu lífi og að stefna sveitarfélagsins endurspegli breytta tíma og viðhorf til fatlaðra. Þess vegna hef ég tekið 4. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Höfundur er faðir fatlaðrar stelpu og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Garðabær Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Árni Björn Kristjánsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Flestir myndu ætla að sveitarfélag eins og Garðabær, sem býr við traustan og góðan fjárhag, myndi leggja sig fram við að tryggja fötluðum þennan rétt til sjálfstæðs lífs. Öllum fötluðum Garðbæingum. Dóttir mín fær 42% þjónustu Ég er faðir 9 ára langveikrar og fatlaðrar stelpu. Hún er dásamleg stúlka sem langar að gera svo margt, eins og aðrar 9 ára stúlkur. Hana langar að leika sér með vinkonum sínum og æfa íþróttir. En hún er með metna stuðningsþörf upp á 720 klukkutíma á mánuði og það besta sem Garðabær getur boðið eru 300 klukkutímar. Dóttir mín fær því aðeins 42% af þeim tíma sem mat á stuðningsþörf nær yfir. Hún fær aðeins 42% af nauðsynlegri þjónustu til að aðstoða hana við að sinna hversdagslegum athöfnum daglegs lífs og taka þátt í samfélaginu sem sjálfstæður einstaklingur. Til þess að fylla upp í þá þjónustu sem hún þarf á að halda verður að treysta á stuðning frá foreldrum og öðrum ættingjum. Dóttir mín klæðir sig ekki sjálf, borðar ekki sjálf, fer ekki á klósettið sjálf, leikur sér ekki sjálf, kveikir ekki á sjónvarpinu sjálf og listinn heldur áfram. Ef hún vill æfa íþrótt þá þarf hún stuðningsmanneskju, ef hún vill leika við vinkonur sínar þá þarf hún stuðningsmanneskju. Því er það þyngra en tárum taki að hún hafi ekki val um að gera það sem hún vill á sínum forsendum því úthlutuðum tímum í þjónustu dugar ekki til. Úrelt stefna í málefnum fatlaðs fólks Á vef Garðabæjar er að finna stefnu sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks. Þar er vísað í lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Stefnan er byggð á lögum sem felld voru úr gildi árið 2018. Hvers vegna stefna sveitarfélagsins hefur ekki verið uppfærð er engin leið að skilja. Það ætti að vera Garðabæ mikilvægt að gefa réttar upplýsingar um á hverju þjónusta við íbúa er byggð. Helstu skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessari úreltu stefnu eru að innan núverandi meirihluta sé ekki mikill áhugi á málefnum fatlaðra í sveitarstjórnarpólitíkinni, þar sem stefnan er sköpuð. Kominn er tími til þess að Garðabær fari að virða þann rétt sem fatlaðir eiga til að lifa sjálfstæðu lífi og að stefna sveitarfélagsins endurspegli breytta tíma og viðhorf til fatlaðra. Þess vegna hef ég tekið 4. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar. Höfundur er faðir fatlaðrar stelpu og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar