Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 21:01 Það slær enginn þjóðarleiðtogi einræðisherranum Kim Jong-un við í töffaraskap. AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli. Norður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli.
Norður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira