Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak segist aldrei myndu hafa brotið á börnum vís vitandi. Vísir Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira