Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 07:58 Aaron Ísak segist aldrei myndu hafa brotið á börnum vís vitandi. Vísir Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist. DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
DV greinir frá niðurstöðu dómsins og segist hafa hann undir höndum. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og vakti athygli landsmanna þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2020 undir listmannsnafninu Kid Isak. Árið áður hafði hann sigrað Söngvakeppni framhaldsskólanna. Samskipti Aarons Ísaks og drengjanna þriggja hófust eftir að hann tók þátt í Söngvakeppninni og virðist sem drengirnir hafi haft samband við Aaron á samfélagsmiðlinum Instagram til að lýsa yfir aðdáun sinni á tónlistarflutningi hans. Brotin eru sögð hafa farið fram frá hausti 2019 til vorsins 2020. Aaron var þá 21 árs gamall og þolendurnir 12 ára. Mætti í skóla drengjanna og sakaði þá um lygar Í kjölfarið hafi Aaron hafið óeðlileg samskipti við drengina, sent þeim kynfæramyndir og -myndbönd, myndir af berum rassi sínum og lýst kynferðisathöfnum. Þá var hann ákærður fyrir að hafa reynt að hafa kynferðismkök við tvo drengjanna. Hann hafi kysst annan þeirra á munninn og drengurinn brugðist við því að ýta honum af sér. Þá hafi Aaron káfað á drengnum utan klæða, meðal annars í klofi. Í kjölfar lögregluyfirheyrslna í málinu hafi Aaron þá mætt í grunnskóla drengjanna og sakað þá um lygar. Móðir eins drengjanna hafi í kjölfarið sótt um nálgunarbann gegn Aaroni sem hafi verið úrskurðað gegn honum. Greiði drengjunum hálfa milljón til milljón í bætur Fram kemur í frétt DV, þar sem vísað er í dóminn, að Aaron Ísak sé öryrki og búi hjá móður sinni sem veiti honum mikinn stuðning. Fram kemur í niðurstöðu sálfræðimats fyrir dóminn að Aaron hafi glímt við kvíðaröskun og einhverfu frá barnæsku, þá sé hann með átröskun og talinn tornæmur. Þá eigi Aaron sögu um þunglyndi. Ekki sé að merkja siðblindu eða barnagirnd hjá honum þrátt fyrir brotin geng drengjunum. Aaron Ísak upplifi sig yngri en hann er og hann hafi talið sig vera í ástarsamböndum við drengina á meðan hann framdi brotin. Hann hafi ekki séð neitt rangt við framferði sitt fyrr en eftir á. Vegna þess hve eftirá Aaron er í þroska telur dómurinn að þroskamunur á Aaroni og þolendum hans sé mun minni en aldursmunurinn á þeim. Aaron Ísak hefur verið dæmdur til að vera í eftirliti yfirlæknis réttargeðdeildar Landpítalans á Kleppi og í meðferð hjá sálfræðingum. Þá var hann dæmdur til að greiða einum þolendanna eina milljón króna í miskabætur, öðrum 600 þúsund krónur og þeim þriðja hálfa milljón.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira