Fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 16:43 Í dómi Landsréttar sagði að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Vísir/Jóhann K Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. Maðurinn faldi rúma ellefu lítra af amfetamínbasa í plastflöskum í bensíntanki bifreiðar og var gripinn ásamt samverkamanni við tollskoðun. Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka. Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka.
Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17