Arnar Þór: Svekktir að hafa ekki náð í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 26. mars 2022 19:35 Arnar Þór Viðarsson EPA-EFE/Robert Ghement A-landslið karla í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Finnland í vináttuleik á Spáni í dag. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15