Landspítali líklega af neyðarstigi en vandamálin áfram mörg Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:54 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Gert er ráð fyrir því að Landspítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni eftir að hafa verið þar í meira en mánuð. Forstjóri spítalans segir þó fleiri úrlausnarefni en kórónuveirufaraldurinn blasa við. „Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
„Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira