Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2022 21:08 Sveinn Karlsson, bifvélavirki á Borðeyri. Einar Árnason Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16
Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07
Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27
Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04